Heilsuvernd - 01.05.1982, Page 17

Heilsuvernd - 01.05.1982, Page 17
MATUR OG MEGIN Paprika er mjög holl jurt, inniheldur m.a. um þrisvar sinnum meira C-vitamín en appelsínur. Papriku má nota í matargerð á margan hátt, í grænmetissalöt, með ostbitum, o.fl. Hér koma nokkrar uppskriftir þar sem paprika er aðaluppi- staða. ,,Franskur“ grænmetisréttur: (fyrir 4-6) 3 matsk. smjörvi eða olívuolía 2 rauðar paprikur 2 grænar paprikur 1 eggaldin Vi agúrka 5 tómatar skornir 2 tesk. jurtakraftur 3 matsk. steinselja Kjarninn er tekinn úr paprikun- um og paprikan skorin í senti- metersþykka hringi. Agúrkan skorin í fgrninga. Grænmetið er látið malla í olíunni meðan egg- aldinið er skorið niður, því er síðan blandað saman við. Eftir 10 mínútur er bætt við skornum tómötum og jurtakrafti. Látið sjóða þar til grænmetið er orðið mátulega mjúkt. Stráð yfir stein- selju. Borið fram með hrísgrjónum. Sjá mynd nr. 2 Hátíðasalat 1 litill haus isbergssalat 1 stór rauð paprika 1 lítill maís stilkur 1 þrbskaður avacadoávöxtur Lögur: 1 matsk. eplaedik Vi tesk. sjávarsalt (t.d. Troco- mare). 3 matsk. sólblómaolía Skera salatið og paprikuna í ræmur. Avacado í bita. Blanda maískorninu síðan við. Blanda löginn og hella yfir salatið. (Ath. bera fram sem fyrst — avacado dökknar fljótt eftir að búið er að skera það). Sjá mynd nr. 1 Mynd 1 Mynd 2 HEILSUVERND 15

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.