Heilsuvernd - 01.05.1982, Qupperneq 23

Heilsuvernd - 01.05.1982, Qupperneq 23
Austurlenskir læknar sem skoðuðu sjúkling, byrjuðu alltaf á því að athuga hvort jafnvægi væri á milli líffæranna sem tengjast saman, því ef ekki var eðlilegt samband þar á milli þá starfaði annað líffærið ekki rétt. Tökum sem dæmi sjúkling með ashma eða slím í lungum, þá var jafn mikil áhersla lögð á það að athuga hvort ristillinn starfaði rétt því ef eitthvað var að þar, hafði það áhrif á starfsemi lungnanna, þessar aðferðir eru enn notaðar, sérstaklega í nálar- stungulækningum eins þegar notað er Shiatsu eða fingranudd, jurtameðul eða ráðleggingar um breytt mataræði. Markmið þessara lækninga er að koma á jafnvægi í líkaman- um, því ef það fer úr skorðum þá byrja sjúkdómar að búa um sig og aðferðirnar sem notaðar eru til þess að koma jafnvægi á eru: Rétt mataræði; líkamsæfingar og i alvarlegum tilfellum bakstrar, nudd eða nálarstunga. Þegar ég fór að velta því fyrir mér hvort ekki væri rétt að breyta um matarræði með því að sleppa kjöti, mjólk, sykur, feit- um og krydduðum mat, þá velti ég því líka fyrir mér af hverju all- ir þeir sjúkdómar sem herja á okkur eins og hjarta og æðasjúk- dómar, ofnæmi, hægðatregða o.fl. eru svo úthreiddir, gat þetta ekki staðið í beinu sambandi við gjörbreytt matarræði eftir seinni heimsstyrjöld og er þá líkaminn fær um að ráða við öll þau auka- efni sem bætt er í matinn eins og rotvarnarefni og litarefni? í dag er ég sannfærð um að marga sjúkdóma má rekja til of- áts og rangra fæðutegunda, sem gera það að verkum að mikil fita og eiturefni safnast fyrir í líkam- anum sem hann getur ekki losað sig við á eðlilegan hátt. Almennar reglur um holl- ara mataræði og breyttar lífsvenjur. 1. Lærum að vera hamingju- söm dagsdaglega og hugsum ekki of mikið um veikindi, verum virk bæði andlega og líkamlega. 2. Verum þakklát fyrir það sem við höfum og verum einnig þakklát þvi fólki, sem er í kringum okkur. 3. Reynið að fara í háttinn fyr- ir miðnætti og farið snemma á fætur. 4. Forðist gerviefni næst ykk- ur, best er að nota eðlileg efni eins og bómull, berið ekki íburðarmikla skartgripi dagsdaglega. 5. Það er mikilvægt að tyggja matinn vel að minnsta kosti 50 sinnum, ef um veikindi er að ræða þá 100 sinnum hverja munnfylli. 6. Verið eins mikið úti við og hægt er. Á sumrin er gott að geta gengið berfættur á gras- inu smátíma á hverjum degi. 7. Reynið að hafa allt í röð og reglu á heimilinu. 8. Haldið góðu sambandi við ættingja og vini, með bréfa- skriftum og heimsóknum. 9. Forðist mjög heit og löng karböð, nema þið hafið borðað mikið saltmeti eða feitan og mikinn kjötmat áður fyrr. 10. Forðist ískalda drykki og notið ekki ísmola. 11. Nuddið allan likamann með þurru handklæði eða undnu upp úr heitu vatni kvölds og morgna. Ef ekki gefst tími til þess, þá að minnsta kosti hendur og fætur daglega. 12. Reynið að forðast krem og snyrtivörur með sterkum ilmefnum og gerviefnum. 13. Reynið að virkja líkamann í einhverju starfi, sem krefst líkamlegs erfiðis. Iðka joga, sjálfsnudd eða aðrar kerfis- bundnar æfingar. Sund, leikfimi, fara í langa göngu- túra eða hjóla. 14. Borðið þegar þið eruð svöng, ekki borða bara af vana, sérstaklega ekki á milli mála. Drekkið eingöngu þegar ykkur þyrstir, forðist mik- inn vökva. Yin. Jurtafæða. ▼ eiturlyf / Vínandisykur / krydd / Ávextir / fræ og hnetur / Grænmeti (rótar og lauf) / Baunir Jafnvægi. Mataræðið byggist á því að aðalundirstaðan er kornmatur eða matur sem geymist lengi án litar eða rotvarnarefna og eins og allir vita er hægt að geyma heilar korntegundir án þess. Aðalreglan er sú að borða mat sem er í jafnvægi og sést á þess- Yang. Dýrafæða Salt. \ Egg \ kjöt \ Fuglakjöt \ Fiskur HEILSUVERND 21

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.