Heilsuvernd - 01.05.1982, Side 31

Heilsuvernd - 01.05.1982, Side 31
Agúrkur eru taldar vera ákaflega hollar. Þær eru blóðhreinsandi og eiga að vera góðar gegn sykursýki. í Egyptalandi til forna var gúrkan í hávegum höfð vegna yngjandi áhrifa á húðina. 9 hlutar gúrkusafa og 1 hluti olivuolíu hrist saman er talið gott gegn exemi. Blómkál ræktuðu Rómverjar til forna, en á Norðurlöndum mun það ekki hafa breiðst út, fyrr en um miðja síðustu öld. Bláber vaxa um alla Evrópu. Te af blá- berjablöðum er notað gegn syk- ursýki og vatnssýki. 10 g. blöð í 14 1. vatn. Grænkál er talið hafa verið ræktað hvað lengst allra káltegunda, og svipar því mest til villikálsins, sem hin- ar ræktuðu káltegundir eru tald- ar vera afbrigði af. Grænkálið vex þannig, að ljós og loft leikur um hvert blað, enda er grænkálið talið öðrum káltegundum auðugra af fjör- efnum og næringargildi, jafnvel betra en kartaflan. Það þolir mikið frost. Og sé það verndað gegn vindi og snjó, stendur það langt fram á vetur. Grænkál ættu allir, sem geta, að rækta og nota mikið. — Er sérstaklega járnauðugt. Gulrætyr eru ungum og öldnum afar mik- ilvægár til næringar. Þær eru auðugar af ,,Carotin“, sem er einn besti A-fjörefnisgjafi. En A-fjörefnið eykur mótstöðuafl gegn sjúkdómum, t.d. sjúkdómum í slímhúð öndunar- og meltingarfæra. Er nauðsyn- legt börnum til vaxtar og þroska svo og kirtlastarfsemi líkamans. Gulrætur geymast vel í kössum með þurrum sandi milli laga. Hvítkál. Allt frá fornöld hefir verið mikil trú á hollustugildi hvítkáls. Hindhede, hinn þekkti danski læknir, hélt því fram, að berkla- bakterían dræpist, ef hún kæmist í snertingu við hrátt, sax- að hvítkál. Hefir það síðar verið staðfest. Nú er farið að nota hvítkáls- safa til að lækna magasár. Er sagt að sárin grói mjög fljótt. Rauðrófur eru taldar hafa mikið næringar- gildi, auk þess sem þær eiga að vera bæði blóðhreinsandi og blóðaukandi. Einnig eru þær af sumum taldar góðar gegn ofkæl- ingu og inflúensu. Rauðrófusafi hefir frá gamalli tíð verið þekkt- ur sem gott meðal við exemi og fleiri húðsjúkdómum. Rauðrófukál er mjög C-fjör- efnaauðugt. Salat hefir lengi verið notað til ætis. Talið er að það hafi verið á borð- um persneskra konunga 400 ár- um f.Kr., og það hefir verið ræktað í yfir 2000 ár. En heim- kynni þess er talið vera suður við Miðjarðarhaf. — Salatið er talið vera mjög styrkjandi. í grænu salati er mikið af E- fjörefni. Af salati er fjöldi af- brigða. HEILSUVERND 29

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.