Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 10
Sífellt betri aðbúnaður og virkni fólks með þroska­ hömlun á síðustu árum, hefur bætt lífsgæði þess til mikilla muna. Umskiptin eru algjör, frá afskiptaleysi til fullrar þátttöku í samfélaginu. ser@frettabladid.is MANNRÉTTINDI Alger umskipti hafa orðið á lífslíkum fólks með þroska­ hömlun á Íslandi á síðustu ára­ tugum, sem helst í hendur við meiri lífsgæði, faglegri þjónustu og virkni í samfélaginu. Lengst af á síðustu öld gat fólk með þroskahömlun gert sér vonir um að ná fimmtugsaldri ef það var á annað borð heilsuhraust, en fá dæmi voru þess að það lifði fram eftir sextugsaldri og kæmist á sjö­ tugsaldurinn. Á nýrri öld er breytingin alger í þessum efnum, en algengt er orðið að fólk með þroskahömlun nái háum aldri, vel fram á áttræðisaldur og raunar lengur, en elsti einstakl­ ingurinn í hópnum hér á landi er nú 86 ára. Afskiptaleysi fyrr á tímum Þessa þróun þekkir Þóra Þórarins­ dóttir, framk væmdastjóri Áss styrktarfélags, en félagið er byggt á hugsjón fólks frá því upp úr miðri síðustu öld sem vildi ekki stofnana­ vista börn sín. Það ákvað að bregð­ ast við þjónustuleysi og raunar oft og tíðum afskiptaleysi við fólk með þroskaskerðingu, en forveri Áss, Styrktarfélag vangefinna, var stofnað 1958. Lykilinn að lengra lífi og meiri lífsgæðum rekur Þóra til snarauk­ innar virkni í samfélaginu og tæki­ færa til að njóta styrkleika sinna í leik og starfi. „Félagið lagðist gegn innilokaðri stofnanavist og skildi f ljótlega að búsetu og vinnu, eins og tíðkast hjá f lestu fólki. Það eitt og sér breytti miklu.“ Rannveig Traustadóttir, prófess­ or emerita í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands, tekur undir orð Þóru í þessum efnum. „Fólk með þroskahömlun er núna komið í hóp hratt vaxandi hóps eldri borg­ ara, fyrst og fremst út af bættum lífsskilyrðum og aðbúnaði fyrir þennan hóp,“ segir hún og bendir á að opinber stefna byggi núna á mannréttindum fatlaðs fólks, rétti þeirra til þjónustu og lífskjara á borð við aðra. Hærri lífaldur sé í raun bein afleiðing af nýrri stefnu í málefnum fatlaðs fólks og nýjum skilningi á fötlun. Aðbúnaðurinn áður skelfilegur Öðru hafi verið að heilsa á síð­ ustu öld þegar fjölmargt fólk með þroskahömlun hafi verið afskipt inni á hælum, oft utan alfaraleiðar og jafnvel án lífsnauðsynlegrar læknisþjónustu. „Aðbúnaðurinn á sérstofnunum var víða skelfilegur, eins og ítrekað hefur verið afhjúpað í opinberum skýrslum og fjölmiðla­ umfjöllun þar sem fram kemur að líf á stofnunum, stórum sem smáum, einkenndist iðulega af slæmum aðbúnaði, vanrækslu og ofbeldi og ótímabærum dauðsföllum fólks af þessum völdum.“ Þóra segir viðsnúninginn algeran: „Núna er lagt upp með að engir veggir hamli fólki í að velja sér störf og félagslíf við hæfi. Og sveigjan­ leikinn er fyrir öllu,“ bætir hún við, en það eitt að fá tækifæri til að prófa reglulega eitthvað nýtt, skipti sköpum. „Í stóra samhenginu og í anda frumkvöðlanna, þá styðjum við fólk til þátttöku í samfélaginu á sínum forsendum.“ Hún bendir líka á breytinguna í búsetumálum. „Nú eru f lestir búandi í eigin íbúðum og stjórna sínu lífi sjálfir, sem eru mannrétt­ indi allra. Við leggjum upp úr því að fólk geti búið heima þrátt fyrir ýmsar uppákomur í lífinu og einn­ ig þegar því er að ljúka,“ segir Þóra. Verðum enn að halda vöku okkar Rannveig segir að enda þótt málum þessum f leygi fram verði þjóðin enn að halda vöku sinni. „Þótt sér­ greindum úrræðum fækki vegna nýrrar stefnumótunar og nýs skiln­ ings á fötlun, þá má þó enn finna aðgreindar stofnanir og þjónustu­ úrræði. Aðgreind úrræði eru hættu­ svæði. Þótt oft sé vandað fólk þar við vinnu, og jafnvel í meirihluta, þá er ljóst að of beldi þrífst í aðgreining­ unni. Þangað leita of beldismenn sem geta athafnað sig á svæði þar sem auga almennings nær ekki til og þolendur eru valdalausir með að tjá sig. Þetta hefur komið í ljós við allar rannsóknir á aðgreindum stofnun­ um og heimilum fyrir börn og full­ orðið fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta á bæði við um fötluð og ófötluð börn og fullorðið fólk, eins og íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir sýna,“ segir Rannveig Traustadóttir. n Launagreiðendum fjölgar í takt við fjölg- un einkahlutafélaga. Fólk með þroska- hömlun er núna komið í hóp hratt vaxandi hóps eldri borgara. Rannveig Traustadóttir, prófessor emer- ita í fötlunar- fræðum Félagið lagðist gegn innilokaðri stofnana- vist og skildi fljótlega að búsetu og vinnu, eins og tíðkast hjá flestu fólki. Þóra Þórarins- dóttir, fram- kvæmdastjóri Áss styrktar- félags Meðalaldur fólks með þroskahömlun á Íslandi hækkað verulega síðustu ár Frá vinnustofu Áss styrktar- félags, sem rekur sögu sína 40 ár aftur í tímann. Þar vinnur vel á annað hundrað manns. MYND/AÐSEND Ás styrktarfélag þjónustar 300 manns með þroskahömlun á höfuðborgar- svæðinu, hvort heldur með vinnu, virkni og/ eða búsetu. MYND/AÐSEND birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur of beldis, hlaut í vikunni aukinn styrk til að veita einstaklingum sem upplifað hafa of beldi, ráðgjöf. Með styrknum er sérstaklega litið til einstaklinga sem dvalið hafa á vistheimilum. Styrkurinn nemur 7,5 milljónum króna og er um að ræða afgangs­ fjárhæð styrkjapotts velferðarráðs. Öll afgangsfjárhæð styrkjapottsins fyrir árið 2021 fer til Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, segir styrkinn bæði viðurkenningu á starfsemi Bjarkarhlíðar og skila­ boð til fólks sem orðið hefur fyrir of beldi um að aldrei sé of seint að leita sér aðstoðar. Mikil umræða hefur verið um ofbeldi og misnotkun á vistheim­ ilum undanfarið og segir Ragna það geta verið „triggerandi“ fyrir fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í slíkum aðstæðum en ekki leitað sér hjálpar. Allir geti leitað til Bjarkar­ hlíðar, sama hversu langt er liðið frá ofbeldinu. Þá segir Ragna að þegar hafi nýr ráðgjafi verið ráðinn til Bjarkar­ hlíðar svo styrkurinn komi strax að gagni. „Með ráðningunni erum við að bregðast við aukinni aðsókn og reyna að stytta biðlista, en það hefur verið löng bið í fyrsta viðtal hjá okkur.“ n Aldrei of seint að leita sér hjálpar segir Ragna í Bjarkarhlíð Ragna Björg Guðbrandsdótt- ir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar ser@frettabladid.is STANGVEIÐI Laxveiði í ám landsins var tæplega 20 prósentum minni í ár en á síðasta ári og ríflega tólf pró­ sentum undir meðalveiði áranna frá 1974. Alls veiddust rösklega 36 þúsund laxar á síðasta sumri sem er nærri níu þúsundum minni veiði en hún var 2020. Samkvæmt samantekt Hafrann­ sóknastofnunar var veiðin mis­ jöfn eftir landshlutum, jókst í ám á Reykjanesi, Vesturlandi, Vest­ fjörðum og Norðurlandi vestra, en minnkaði austan Tröllaskaga, á Austfjörðum og á Suðurlandi. Síðustu sex ár hefur laxveiðin verið undir meðalveiðinni frá 1974, en þar af var hún lélegust 2019 þegar aðeins veiddust ríf lega 29 þúsund laxar. n Laxveiðin í sumar var í slakasta lagi Rösklega 36 þúsund laxar veiddust á síðasta sumri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ser@frettabladid.is VIÐSKIPTI Fjörkippur er hlaupinn í atvinnulífið ef marka má nýskrán­ ingar einkahlutafélaga í nóvember. Alls voru skráð 276 fyrirtæki, sem er 25 prósenta fjölgun frá í fyrra. Mesta aukningin er í nýskrán­ ingum fjármála­ og vátrygginga­ félaga, svo og í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, samkvæmt Hagstofunni. Í takti við þessa þróun hefur launagreiðendum fjölgað um tæp sjö prósent milli ára. n Fjórðungsfjölgun einkahlutafélaga Byggt í Súðarvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 8 Fréttir 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.