Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 12
Þá gekk Einarr jarl til
Hálfdanar. Hann reist
örn á baki homum
þeima hætti, at hann
lagði sverði á hol við
hrygginn ok reist rifinn
öll ofan á lendar, dró
þar út lungun. Var þat
bani Hálfdanar.
Haralds saga Sigurðarsonar
Samkvæmt nýrri rannsókn á
hinni alræmdu aftökuaðferð
víkinganna, blóðerninum,
hefði fórnarlambinu blætt út
og það kafnað á örskotsstund.
Doktor við Háskóla Íslands
telur aðferðina hafa verið
notaða sem hefnd.
kristinnhaukur@frettabladid.is
VÍSINDI Ný rannsókn vísindamanna
við Háskóla Íslands og Keele-
háskóla í Bretlandi, sýnir að hin
víðfræga aftökuaðferð víkingaaldar,
blóðörn, var ekki jafn sársaukafull
og hún hljómar eða hefur verið sýnd
í sjónvarpi. Fórnarlambið hefði dáið
á aðeins mínútu.
„Blóðörn er öfgafullur og skrítinn.
Hann minnir á undarlegt atriði úr
hryllingsmynd,“ segir Luke John
Murphy, doktor við fornleifafræði-
deild Háskóla Íslands, sem vann
rannsóknina ásamt Heidi Fuller,
Peter Willan og Monte Gates við
læknadeild Keele-háskóla.
Blóðörn hefur fengið aukna
athygli undanfarin ár vegna sjón-
varpsþáttanna The Vikings og tölvu-
leiksins Assassin ś Creed: Valhalla. Í
grófum dráttum gengur hann út á
að kljúfa hrygg fórnarlambsins með
beittu blaði og brjóta upp rifbeinin
að aftan. Þá eru lungun rifin upp og
strengd yfir rifbeinin líkt og hamur
á vængjum fugls.
Sérstakur hugbúnaður var not-
aður við rannsóknina til þess að
reikna út áhrif blóðarnarins á líf-
færin. Murphy var fenginn inn í
rannsóknina til þess að veita sögu-
lega innsýn í þennan sið og þær frá-
sagnir sem til eru í fornritunum.
„Blóðörn er ekki jafn sársauka-
fullur og fólk heldur. Þetta hefur
verið sárt í eina eða tvær mínút-
ur og svo er fórnarlambið dáið,“
segir Murphy. Fórnarlambinu
blæðir hratt út og getur ekki andað.
Aðgerðin sjálf hefur þó tekið
umtalsvert lengri tíma og hefur því
að langmestu leyti verið gerð á líki.
Ekki eru allir sannfærðir um að
blóðörninn hafi nokkurn tímann
verið gerður. Fyrsta þekkta heim-
ildin er Knútsdrápa, sem er ekki
á Norrænu heldur engilsaxneskri
skandinavísku, og hefur því verið
haldið fram að um mistúlkun sé að
ræða. Þá er í Orms þætti Stórólfs-
sonar frásögn af því að Ormur hafi
reist blóðörn í bakið á trölli.
Murphy er ekki sammála því að
þetta útiloki að blóðörninn hafi
verið til. „Við höfum svo margar frá-
sagnir af blóðerni að hann er greini-
lega fyrirbæri sem var þekkt,“ segir
hann. „Þetta er óvenjulegt og öfga-
fullt, en samt ekki úr karakter fyrir
stríðsmenn á víkingaöld. Það eru
frásagnir af fleiri skrýtnum hlutum
sem gerðir voru við lík.“ Þetta hafi í
raun ekki verið ósvipað og hið svo-
kallaða „kólumbíska hálsbindi“ sem
latneskir fíkniefnasalar nota til að
hræða fólk. Það er að skera fólk á háls
og draga tunguna í gegnum sárið.
Í rannsókninni er þó ekki full-
yrt að blóðörn hafi verið fram-
kvæmdur, aðeins að hann hafi verið
vel mögulegur. Murphy nefnir aðra
aftökuaðferð, að festa garnarenda
við tré og láta fórnarlambið ganga í
kringum það, sem dæmi um aðferð
sem augljóslega hafi ekki verið
gerð. Það hafi komið úr kristnum
frásagnaarfi í gegnum dýrlinga-
sögurnar.
En hver var tilgangur blóðarnar?
Murphy telur frásagnirnar ekki
benda til þess að hann hafi verið
mannfórn til Óðins eins og sumir
hafa haldið fram. Þvert á móti
kemur hann með þá kenningu í
rannsókninni að blóðörninn hafi
verið form hefndar fyrir slæm dráp.
Til að mynda hafi Ormur Stórólfs-
son verið að hefna fyrir Ásbjörn
fóstbróður sinn. ■
Blóðörn ekki jafn kvalafullur og ætla mætti
Samkvæmt fornritunum ristu synir Ragnars loðbrókar blóðörn í bak Ella konungs Norðymbralands, til að hefna fyrir
föður sinn, eins og sýnt var í þáttunum The Vikings. SKJÁSKOT/YOUTUBE
Luke John
Murphy, doktor
við fornleifa-
fræðideild Há-
skóla Íslands
birnadrofn@frettabladid.is
DÝRAVELFERÐ Ester Rut Unnsteins-
dóttir, spendýrafræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun, segir lífgildrur
bestu leiðina til þess að veiða haga-
mýs sem leita í híbýli manna. Líkt og
Fréttablaðið greindi frá í gær er sér-
lega mikill músagangur hér á landi
nú og er líklegasta skýring hans gott
veðurfar langt fram eftir hausti.
Fréttablaðið hafði ranglega eftir
Ester í gær að best væri að veiða mýs
í límgildrur. Þá leið segir Ester stang-
ast á við dýravelferðarlög, það segir
einnig á síðu Matvælastofnunar. Í
21. grein laga um velferð dýra segir
að dýr skuli aflífuð með skjótum og
sársaukalausum hætti. Forðast skuli
að valda dýrum óþarfa þjáningum
eða hræðslu.
„Þetta er skelfileg leið til að aflífa
dýr og það er alls ekki mælt með að
nota límgildrur,“ segir Ester. Mýsnar
festist í lími gildrunnar þar sem þær
svo veslist upp og deyi, til séu dæmi
um það mýsnar slíti af sér útlimi
þegar þær reyna að sleppa úr slíkum
gildrum.
„Það er í rauninni ótrúlegt að það
megi selja svona gildrur og hvað þá
að þær seljist í bílförmum.“
Þá segir Ester að í langflestum til-
vikum sé óþarfi að aflífa hagamýs
sem flækist inn í hús. Farsælast sé
að loka öllum götum á húsum svo
mýsnar komist ekki inn. Fari svo
að þær komi inn skuli veiða þær í
líf gildrur og hleypa þeim út. „Mikil-
vægt er að athuga reglulega hvort
mús hafi komið í gildruna og hleypa
henni út sem fyrst. Mýs hafa hröð
efnaskipti og geta ekki lifað án matar
lengi.“ ■
Límgildrur skelfileg leið til að aflífa dýr
Ester Rut Unn-
steinsdóttir,
spendýra-
fræðingur hjá
Náttúruvísinda-
stofnun
benediktboas@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR „Ullin okkar er ein-
stakt hráefni sem hægt er að nýta á
svo marga vegu,“ segir Unnsteinn
Snorri Snorrason, verkefnastjóri
sauðfjárræktar hjá Bændasam-
tökum Íslands.
Flíkur í nýrri útivistarlínu Icewear
eru allar einangraðar með íslenskri
ull. Einangrun af þessu tagi er nýtt
fyrirbæri í útivistarfatnaði. Hjá
Icewear er notast við 80 prósenta
íslenska ull í einangrunina.
„Þetta er í raun nýsköpun byggð á
gömlum grunni sem mun færa ull-
ariðnaðinn inn í framtíðina,“ segir
Aðalsteinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Icewear. Hann bendir á að það
sem skipti máli sé að íslenska ullin
gefi góða öndun og jafnan varma
með einstökum eiginleikum sínum
eins og Íslendingar þekki svo vel.
Þessi nýja nálgun gefur von um
upphaf að nýrri búgrein hér á landi,
þar sem bóndi fengi hærra verð fyrir
ullina, sem nýtist til framleiðslu á
verðmætum vörum. Það sem áður
nýttist ekki í prjónaband gæti með
þessu leitt til þess að búhættir
bænda breyttust og að hér skapist
skilyrði til ullarræktunar í stað þess
að leiða lömb til slátrunar.■
Sauðfjárrækt gæti snúist um ullina
Unnsteinn
Snorri Snorra-
son
10 Fréttir 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ