Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 18

Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 18
741.000 konur eru í fangelsi og 800 á dauðadeild. Samtök sem styðja við kven- fanga eru fjársvelt og eiga erfitt með að halda úti starf- semi sinni, samkvæmt nýrri alþjóðlegri skýrslu. Stofn- anir, samtök og fyrirtæki vilja síður gefa til kvenfanga, vegna álits almennings. kristinnhaukur@frettabladid.is FANGELSISMÁL Mannréttindasam- tök sem styðja og vinna að umbót- um fyrir konur í fangelsum, fá lítinn fjárhagslegan stuðning. 60 prósent þeirra standa á brauðfótum og sjá ekki fram á að geta starfað á næsta rekstrarári. 70 prósent sögðust ekki fá neinn stuðning frá stofnunum eða samtökum sem kenna sig við femínisma. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum Women Beyond Walls (WBW). 741 þúsund konur eru bak við lás og slá í heiminum og hefur fjöldi þeirra aukist um tæplega 60 pró- sent frá aldamótum. Þrátt fyrir mikla fjölgun er hlutfallið aðeins 7 prósent af heildinni. 800 konur bíða aftöku á dauðadeildum. Samkvæmt skýrslunni hefur fangelsun kvenna almennt séð mjög slæm áhrif á fjölskyldur þeirra. Meirihluti kvenna í fangelsum er mæður og alls dvelja um 19 þúsund börn í fangelsum, langf lest með mæðrum sínum. Áhrif fangelsunar á kvenfanga virðast einnig vera meiri en á karl- fanga, því tilfelli sjálfsskaða eru hlutfallslega fleiri hjá kvenföngum. WBW rannsökuðu fjárhagsstöðu samtaka í 24 löndum í öllum heims- álfum, þar á meðal Bretlandi, Frakk- landi, Brasilíu, Kanada, Mexíkó, Ástralíu, Indlandi, Nígeríu og Suður- Afríku. Meirihluti samtakanna hafði innan við 20 starfsmenn og innan við hálfa milljón dala, eða 65 milljónir króna, í rekstrarfé á ári. Meðal þess sem samtökin gera fyrir kvenfanga er að veita lagalega aðstoð, sálfræðiaðstoð, félagslegan stuðning og menntun. Einnig að fylgjast með aðstæðum, réttindum og þrýsta á um reglubreytingar. Samtökin skorti hins vegar grunn- fjármögnun til þess að geta staðið undir hlutverki sínu til fulls. „Að fá fjármagn fyrir réttindi fanga er ekki auðvelt, f lestir gef- endur horfa fram hjá þessu,“ sagði forsvarsmaður einna samtakanna, sem ekki var nefndur á nafn í skýrsl- unni. „Mjög fáir styrkir eru í boði til að fjármagna verkefni fyrir þá sem eru sviptir frelsi,“ sagði annar. Ein helsta ástæðan fyrir þessu er almennt neikvætt viðhorf almenn- ings gagnvart föngum, og sérstak- lega kvenföngum. Gefendurnir vilji líta vel út í augum almennings og því sé þessu málefni ekki hampað. „Almenningi finnst fólk sem er á sakaskrá ekki eiga skilið að fá stuðn- ing,“ sagði einn forsvarsmaðurinn. Stærstur hluti stuðningsins sem samtökin þó fengu, var gjafir frá einstaklingum, eða um þriðjungur. Aðeins 10 prósent komu frá ríkis- valdi, 5 prósent frá sveitarstjórnum en annað frá góðgerðarsamtökum, fyrirtækjum, öðrum samtökum eða með öðrum hætti. n Fáir vilja styðja við baráttu kvenfanga fyrir umbótum Fangi skimaður fyrir kórónuveiru í kvennafangelsi í Dresden í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY urduryrr@frettabladid.is BRETLAND Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti orðið framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann mun eiga yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir, samkvæmt úrskurði áfrýj- unardómstóls í Lundúnum. Niður- staðan hefur þegar verið fordæmd, meðal annars af Alþjóðasambandi blaðamanna (IFJ) og Blaðamanna- félagi Íslands (BÍ).. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, for- maður BÍ, lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir úrskurðinum. „Við lítum á þetta sem mjög alvar- lega stöðu fyrir tjáningarfrelsi í heiminum og stöðu blaðamennsku og blaðamanna. Þetta er ekki bara aðför gegn einum blaðamanni heldur aðför gegn fjölmiðlum um allan heim,“ segir Sigríður. „Ákæran gegn honum jafnar blaðamennsku við njósnir og for- dæmið sem þarna er gefið þýðir að allir blaðamenn, hvar sem er í heiminum, geta átt yfir höfði sér ákæru og framsalskröfu ef þeir birta eitthvað sem bandarískum stjórn- völdum hugnast ekki.“ Alþjóðasamband blaðamanna telur ákvörðunina leggja líf Assange í hættu og kalla eftir því að hann verði tafarlaust látinn laus. Sam- bandið mun styðja allar tilraunir lögmanna Assange til að áfrýja niðurstöðunni. Fyrr á þessu ári dæmdi héraðs- dómari að ekki mætti framselja Ass- ange. Áfrýjunardómstóllinn segir þá ákvörðun byggja á áhyggjum yfir því að Assange yrði látinn sæta ströngu gæsluvarðhaldi í Bandaríkj- unum, sem myndi hafa slæm áhrif á andlega heilsu hans. Dómararnir sem dæmdu banda- rískum yfirvöldum í hag í gær, höfðu verið fullvissaðir um að svo yrði ekki, nema Assange brjóti af sér í framtíðinni með þeim hætti að þess verði þörf. Assange er annar stofnenda Wiki- leaks, samtaka sem birtu á árunum 2010 og 2011 þúsundir trúnaðar- skjala tengd stríði Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. n Framsal Julian Assange aðför gegn fjölmiðlun Stuðningsfólk Assange mótmælti við dómshúsið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ urduryrr@frettabladid.is BANDARÍKIN Heilbrigðisstofnanir sem bjóða þungunarrof í Texas mega kæra þungunarrofsbannið, samkvæmt nýjum úrskurði Hæsta- réttar Bandaríkjanna, en lögin verða ekki numin úr gildi. Fyrir Hæstarétti er nú mál sem hefur það markmið að fella úr gildi dómafordæmið úr málinu Roe gegn Wade frá 1973, sem leiddi til lög- leiðingar þungunarrofs í Banda- ríkjunum. Búist er við að niðurstaðan liggi fyrir í júní á næsta ári. Þangað til- verður bannið áfram í gildi. n Mega kæra bann gegn þungunarofi Mótmælendur safnast saman fyrir framan Hæstarétt Bandaríkjanna. MYND/EPA urduryrr@frettabladid.is COVID-19 Við lok árs stefnir Covax á að hafa skilað 800 milljón skömmt- um af bóluefni gegn Covid-19 veirunni til efnaminni landa. Það er aðeins rúmlega þriðjungur af því sem lofað var í byrjun árs, 2,3 millj- örðum skammta. Covax er verkefni á vegum Sam- einuðu þjóðanna með það að mark- miði að dreifa bóluefni til efna- minni landa heims og vinna þannig gegn ójafnvægi í aðgengi. Seint á árinu áætlaði Covax að raunverulegur fjöldi skammta á árinu yrði á milli 800 milljónir og einn milljarður, í kjölfar erfiðleika tengdum upplagi og dreifingu. Við lok nóvembermánaðar hafði Covax komið 596 milljónum skammta til skila um heiminn. Verkefnið reiðir sig að stórum hluta á bóluefnagjafir frá ríkari löndum, sem hafa mörg hver fengið á sig gagnrýni fyrir að birgja sig upp af bóluefni. Mjög stórt bil er á milli bólusetn- ingarhlutfalls í efnaminni og efna- meiri löndum. Nú hafa 326 milljónir örvunarskammta verið gefnir, aðal- lega í ríkari þjóðum. Til samanburð- ar hafa hingað til aðeins 60 milljón skammtar í heildina verið gefnir í fátækum löndum. n Covax skilar þriðjungi minna en lofað var Heilbrigðisstarfsfólk í Nepal tekur á móti sendingu frá Covax. MYND/EPA 16 Fréttir 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.