Fréttablaðið - 11.12.2021, Side 22

Fréttablaðið - 11.12.2021, Side 22
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Gamla Ísland mun festa sig í sessi næstu fjögur árin. Það eitt er víst. Hættir veröldin að snúast um möndul sinn ef barnið mætir ekki í jólapeysu í skólann á jólapeysu- daginn? Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Nú er árstíð kærleika og friðar. Eða svo segir allavega í jólalaginu. Hin meinta ró jólanna er þó fyrir mörgum ekki annað en ósönnuð tilgáta. Fjögur þúsund vikur. Það er sá tími sem okkur er gefinn á þessari jörðu – það er, ef við verðum svo lánsöm að verða áttræð. Naumt er skammtað. Því er ekki að undra að við keppumst við að gera sem mest og nýta tímann sem best. Oliver Burkeman, breskur blaðamaður, varði mörgum árum af lífi sínu í að leita leiða til að spara tíma. Hann skrifaði pistla í dagblaðið Guardian þar sem hann miðlaði ráðum til lesenda um hvernig auka mætti afköst við hið daglega amstur, í vinnunni og frítímanum. Hann segist hafa verið eins og alkóhólisti sem fékk borgað fyrir að skrifa um vín, stöðugt á höttunum eftir næsta skammti af tímasparnaði. „Þegar ég prófaði nýja aðferð leið mér eins og gullöld væri við það að hefjast í lífi mínu, full af ró, ótrufluðum afköstum og innihaldsríkri iðju,“ segir Oliver, sem prófaði meðal annars að skipta deginum í 15 mínútna einingar, svara öllum tölvupóstum um leið og þeir bárust og að búta „to-do“ listann niður í mismunandi dálka. En gullöldin kom aldrei, að sögn Olivers. Hann varð þvert á móti stressaðri með hverju ráðinu sem hann þáði. Oliver hefur nú snúið við blaðinu. Bók hans, Fjögur þúsund vikur – bók sem varar við sjálfshjálparráðum, var um síðustu helgi valin sjálfshjálparbók ársins af laugar- dagsblaði The Times. „Sá dagur mun aldrei koma að þér takist að ná tökum á hlutunum,“ segir Oliver í bók sinni. Hann hvetur lesendur til að hætta að reyna að gera allt á þeim fjögur þúsund vikum sem okkur eru gefnar og taka heldur opnum örmum skorðunum sem marka til- vist okkar. Lærdómur Olivers hvílir á hugmyndum þýska heimspekingsins Martin Heidegger um „endanleikann“. Oliver segir þá stað- reynd að lífið taki enda ekki skilaboð um að við þurfum að skipuleggja tíma okkar betur, heldur þvert á móti að við eigum að sleppa því að gera f leira. Því hver einasta athöfn er í senn staðfesting og fórn; hver einasta ákvörðun útilokar óteljandi aðrar leiðir sem við hefðum getað farið. Besta leiðin til að fara vel með tíma okkar samkvæmt Oliver er að horfast í augu við staðreyndir. Lífið er takmörkuð auðlind. Við höfum ekki tíma til að gera allt sem okkur langar til að gera eða aðrir vilja að við gerum. Ef við erum meðvituð um að allt sem við tökum okkur fyrir hendur kemur í veg fyrir að við gerum eitthvað annað, er líklegra að við vöndum valið og vegferð okkar ráðist ekki af hendingum einum. Að vanrækja réttu hlutina Genginn er í garð sá árstími er annríki nær hámarki. Þótt fullyrt sé í jólalagi að „yfir fannhvíta jörð leggi frið“ og „heimurinn hinkri aðeins við“, segir umferðarstíf lan við bílastæðahús Kringlunnar aðra sögu. Við fullbókaða dagskrá bætast jólaverkin, aðgerðalisti jafnlangur og ljósaserían á trénu. Að horfast í augu við staðreyndir er vald eflandi. Þurfa eldhússkáparnir að vera hreinir? Er nauðsynlegt að baka allar þessar sortir? Hættir veröldin að snúast um mönd- ul sinn ef barnið mætir ekki í jólapeysu í skólann á jólapeysudaginn? Þarf rauðkálið að vera heimagert? En aðventukransinn? Er nauðsynlegt að mæta í árlegt desemberboð kunningjakonu sem þú átt ekki annað sam- eiginlegt með en gagnkvæma andúð síðan í menntó? „Hið eina tímastjórnunarkerfi sem gerir gagn er það sem hjálpar okkur að vanrækja réttu hlutina,“ segir Oliver Burkeman. Fjögur þúsund vikur. Okkar er valið. n Þarf rauðkálið að vera heimagert? Auðvitað ætlar endurnýjuð ríkis- stjórn Katrínar Jakobsdóttur sér góða hluti á næstu árum og vita- skuld mun hún reyna að koma hlutum í verk sem verða landi og þjóð til framdráttar. En það er samt sem áður hætt við því að landsmenn sitji áfram uppi með gamla Ísland að kjörtímabilinu loknu. Það verður nefnilega margt ógert. Og það er ekki bara vegna málamiðlabræðingsins sem stjórnarsáttmálinn er, heldur líka vegna eðlis þessara þriggja flokka sem hafa afráðið að festa í sessi pólitískan ómöguleika í landinu, en allir óttast þeir breytingar, af ástæðum sem ýmist má rekja til afturhalds, ofríkis eða hreinnar og klárrar nesjamennsku. Og munar þar líklega mestu að 1.200 millj- arða kvóti verður svo að segja ókeypis næstu fjögur árin, enda hefur það verið verðugt verk- efni um árabil að milda álögur á mestu forrétt- indagreinina í íslensku atvinnulífi, en forkólfar hennar treysta sér ekki til að greiða markaðs- virði fyrir aðgang sinn að sameiginlegri auðlind landsmanna, sem raunar erfist nú í boði stjórn- valda til næstu kynslóða kvótahafa, svo langt er nú seilst í súrrealískri gjafmildinni. Og áfram verða bændur landsins í fátæktar- gildru ríkisvæddrar bóndabeygju, sem getur ekki hugsað sér viðskiptafrelsi á sviði mat- vælaframleiðslu heldur einblínir á opinbera verðlagningu og framleiðslustýringu. Og áfram verður rafmagnið miklu fremur niðurgreitt til erlendra álrisa sem komast hjá skattgreiðslum hér á landi, í stað þess að lækka rafmagns- kostnað grænmætisbænda sem gætu ekki einasta mettað heimamarkaðinn, heldur og flutt afurðir sínar til útlanda. Og áfram verður heimilisofbeldi krónunnar látið viðgangast, enda allir flokkarnir elskir að minnsta gjaldmiðli í heiminum, þótt hann valdi árlega 200 milljarða króna aukakostnaði fyrir heimilin í landinu – og gott betur, því fyrirtækjunum blæðir líka, í tuga prósenta gengissveiflum og munu áfram flýja land, ellegar gera upp í erlendri mynt, sem fyrirtækin hafa þó fram yfir fólkið í landinu. Og hversu miklar líkur eru á að þriggja flokka stjórnin færi heimilunum mestu kjarabótina sem í boði er? Engar. Unga fólkið á Íslandi mun rétt eins og foreldrarnir og afarnir og ömm- urnar, halda áfram að borga íbúðirnar sínar þrisvar eða fjórum sinnum vegna vísitöluvit- leysunnar og vaxta sem aðrar þjóðir í álfunni myndu aldrei sætta sig við. Gamla Ísland mun festa sig í sessi næstu fjögur árin. Það eitt er víst. n Gamla Ísland SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 11. desember 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.