Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 24

Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 24
22 Íþróttir 11. desember 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 11. desember 2021 LAUGARDAGUR Steven Gerrard Fæddur: 30. maí 1980 Fyrsti leikur: 29.11.1998 Síðasti leikur: 24.05.2015 Leikir alls fyrir Liverpool: 710 Landsleikir: 114 Titlar: FA bikarinn 2001 og 2006, deildarbikarinn, 2001, 2003 og 2012. Meistara­ deildin 2005. Rann gegn Chelsea Árið 2014 var Liverpool í góðri stöðu til að vinna sinn fyrsta titil í 24 ár. Þegar aðeins þrír leikir voru eftir spilaði liðið við Chelsea, sem var fimm stigum á eftir Liverpool. Gerrard hafði leitt liðið í 11 sigurleiki í röð. Jafntefli hefði verið frábær úrslit fyrir Liverpool. Þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik var Liverpool með boltann. Gerrard kom til baka og fékk einfalda sendingu frá Mam a­ dou Sakho. Sendingu sem hann hafði tekið á móti milljón sinnum á sínum ferli. Hann horfði ekki einu sinni á boltann. Þurfti þess ekki. En af einhverjum ástæðum lyfti hann fætinum of hátt og boltinn rúllaði undir. Gerrard áttaði sig þó fljótt, en rann þegar hann ætlaði að bjarga sér. Demba Ba hirti boltann og skoraði fram hjá Simon Migno­ let. Þó að ferill Gerrard sé stórkostlegur er þetta eitt af atvikunum sem skilgreina feril hans. Að renna á ögurstundu er og verður grafið í stein í sögu ensku úrvalsdeildar­ innar. Átta dögum síðar spilaði liðið svo við Crystal Palace og klúðraði þriggja marka forystu niður í jafntefli á síðustu 11 mínút­ unum og endaði City sem meistari í annað sinn. 12 sinnum byrjaði hann á bekknum. 42 mörk skoraði hann á 61. til 75. mínútu. 6 rauð spjöld fékk hann á ferlinum. 129 mörk skoraði hann úr opnum leik. 10 mörk komu úr auka- spyrnum. 6 sinnum var hann valinn leikmaður mánaðarins. 7 mörk skoraði hann með skalla. 1.507 langir boltar enduðu á samherja. 13 mörk skoraði hann gegn Aston Villa. 10 gegn Everton og 9 gegn Man. Utd. 40 sinnum spilaði hann við Chelsea á ferl- inum. 71 mark með hægri fæti. 47 mörk úr vítaspyrnum. 52,3% var sigurhlutfall hans með Liverpool. snýr aftur Steven Gerrard snýr aftur á Anfield í dag með Aston Villa. Gerrard er af mörgum talinn einn besti leikmaður í sögu Liverpool, enda bar hann liðið á herðum sér í rúm 15 ár. Goðsögnin hjá Liverpool, Steven Gerrard, mætir á sinn gamla heimavöll með lærisveina sína í Aston Villa. Gerrard mætti á æfinga- svæði Liverpool kornungur drengur og yfir- gaf það sem einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hann kláraði ferilinn í Banda- ríkjunum með LA Galaxy áður en hann fór á hliðarlínuna með Glasgow Rangers. Hann stýrði Rangers til síns fyrsta skoska meistara- titils í tíu ár á síðasta tímabili. Aston Villa greiddi Rangers um 4,5 milljónir punda til þess að fá Gerrard til félagsins, en þetta verður fimmti leikur hans með Aston Villa. Gerrard byrjaði með Whiston Juniors áður en hann var sóttur af Liverpool, þegar hann var aðeins átta ára gamall. Hann kom inn í liðið árið 1998 þegar Jamie Redknapp meidd- ist og spilaði alls 13 leiki sitt fyrsta tímabil. Í aðeins níunda leik sínum fyrir félagið spilaði hann Merseyside-slaginn gegn Everton sem hægri bakvörður og bjargaði tvisvar á línu. Fyrsta markið kom 5. desember 1999 gegn Sheffield Wednesday. Síðan varð saga Gerrard nánast ein samfelld sigurganga, en aldrei tókst honum að ná í eina titilinn sem hann langaði til. Enska úrvalsdeildin var aðeins fjarlægur draumur þó tvisvar hafi hann verið nálægt því. Hann lék alls í 17 ár fyrir félagið, vann 10 titla og spilaði hartnær 700 leiki þar sem hann skoraði 180 mörk í öllum regnbogans litum. Án efa verður tekið vel á móti Gerrard á Anfield í dag, en stóra spurningin er hvort hann fagnar ef Villa skorar. Allra augu verða á honum, svo mikið er víst, en ætli hann sé ekki vanur sviðsljósinu á Anfield. n Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas @frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.