Fréttablaðið - 11.12.2021, Qupperneq 30
Mín kyn-
slóð ólst
vissulega
upp við
strangar
hefðir og
flest tókum
við stóran
hluta
þeirra
áfram í
okkar eigið
heimilis-
hald.
Hætt er
við að
kjörþokki
beggja
skaðist.
n Í vikulokin
Ólafur
Arnarson
BJORK@FRETTABLADID.IS
Við mælum með
Common Ground er sam-
vinnuverkefni Nútímalista-
safnsins – CoCa í Torun í
Póllandi, Akademíu skynjun-
arinnar á Íslandi og Samtaka
litáískra myndlistarmanna
í Vilníus í Litáen. Afrakstur
samstarfsins má berja augum
í dag, laugardag, á Korpúlfs-
stöðum.
bjork@frettabladid.is
Alls taka 18 myndlistarmenn þátt
auk þriggja fræðimanna – mann-
fræðings, vistfræðings og heim-
spekings. Þær Anna Eyjólfsdóttir
og Ragnhildur Stefánsdóttir eru for-
svarsmenn Akademíu skynjunar-
innar, sem stendur fyrir verkefninu.
Ragnhildur er verkefnastjóri og
Anna listrænn stjórnandi, sem hún
segist frekar líta á sem titil en raun-
verulegt starf. Hún sé í rauninni eins
og rótari fyrir myndlistarmenn.
„Maður er bara að redda málunum,
binda lausa enda og stússast,“ segir
Anna hlæjandi.
Í byrjun desember komu hingað
15 þátttakendur frá Litáen og Pól-
landi til tveggja vikna dvalar með
það að markmiði að vinna að verk-
efninu ásamt íslensku þátttakend-
unum. „Við hittumst alla morgna á
Korpúlfsstöðum og byrjum daginn
á morgunmat saman,“ segir Ragn-
hildur en vikurnar tvær eru nýttar
í að kynnast og vinna. „Matur er
hópnum hugleikinn og allt sem
tengist mat. Matur og matarmenn-
ing sameinar okkur og aðskilur.
Matur vísar í skort og ofgnótt.
Matur hefur marglaga tilvísanir. Það
er samfélagsleg athöfn að borða.“
Verkefnið er samstarfsvettvangur
stofnana, myndlistarmanna og vís-
indamanna, með það að markmiði
að skiptast á hugmyndum, þekk-
ingu og reynslu, sem tileinkuð er
hugtakinu sameiginleg jörð, eða
common ground, og spurningunni:
Hvar er heima?
Heima er ekki hús
Ragnhildur segir hugtökin heima
og common ground vera mjög ólík,
þó að þau feli í sér hugtakið að til-
heyra stað eða svæði.
„Heima er staður en common
ground er stærra svæði, getur verið
jörðin öll. Þegar við hugsum um
common ground þurfum við að
skoða aðstæður okkar í heiminum í
samhengi við umhverfisvána, hlýn-
un jarðar, heimsfaraldurinn, f lótta
fólks undan stríði og hungursneyð
og svo framvegis,“ segir Ragnhildur.
„Spurningin: Hvar á ég heima? í
samhengi við common ground er
pólitísk, menningarleg, vistfræðileg
og landfræðileg spurning í heimi
hnattvæðingar, þar sem heimurinn
skreppur ört saman vegna aukins
upplýsingaflæðis og síaukins flæðis
fólks á milli svæða. Spurningin hvar
á ég heima? getur líka verið mjög
persónuleg og einstaklingsbundin.
Og í því samhengi er í mínum huga
heima að geta sleppt öllu frá sér um
stund.“
Anna bætir við: „Í mínum huga
er heima ekki hús heldur tilfinn-
ing. Hugtakið sameiginleg jörð eða
common ground, felur í sér umræðu
um hlýnun jarðar, forvarnir og
orsakavalda, f lóttafólk og mis-
skiptingu fjármagns, náttúrugæða
og lífsgæða. Heimurinn þróast hratt
í að verða þverþjóðlegur og landa-
mæralaus.“
Mikilvægt málefni
Einn hluti Common Ground er
þátttökuverkefni sem er tileinkað
innflytjendum á Íslandi, og er þar
meðal annars safnað hugmyndum
fólks um hugtakið heima. Eru les-
endur hvattir til að senda sínar hug-
myndir um hugtakið heima og hvar
það er, á netfangið: whereismy-
home2021@gmail.com.
Í dag, 11. desember, klukkan 16,
verður haldin sýning á Korpúlfs-
stöðum, og eru allir velkomnir að
skoða afrakstur vinnunnar milli
landanna þriggja. Þetta stopp er þó
aðeins fyrsta af þremur, en vorið
2022 mun hópurinn hittast í Pól-
landi og síðan í Litáen í september
2022. Vorið 2023 verður svo sýning
á niðurstöðum hópsins og gefin út
bók um verkefnið.
Málefnið er sannarlega mikilvægt
og eitthvað sem flestir hafa líklega
leitt hugann að á einhverjum tíma-
punkti. „Hvernig sjáum við fram-
tíðina fyrir okkur? Við verðum
að leggja áherslu á að fara vel með
okkar sameiginlegu jörð,“ segir þær
Ragnhildur og Anna að lokum. n
Hvar er heima?
Hópurinn á bak
við verkefnið
kemur frá Ís-
landi, Póllandi
og Litáen.
Sólveig Gutaute,
Sindri Leifsson,
Pétur Magnús-
son, Wiola Ujaz-
dowska og Jus-
tas Kazys ráða
ráðum sínum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Jólalest Coca-Cola
Jólalestin keyrir sinn árlega hring
um höfuðborgarsvæðið í dag á milli
klukkan 17 og 20. Fyrir mörgum er
það orðin skemmtileg jólahefð að
sjá lestina á ferð um borgina, en í ár
keyrir hún um í tuttugasta og sjötta
sinn.
Heimagerðu jólaföndri
Fátt er jólalegra en föndur með
fjölskyldunni á fallegum degi í
desember. Við mælum með hvers
kyns föndri í góðum félagsskap
með kakó, piparkökur og jólatón-
list. Til að mynda má föndra fallega
engla úr pappír og hengja á jóla-
tréð. Skemmtileg, skapandi og ódýr
afþreying fyrir alla fjölskylduna. n
Nú stefnir í hörð átök um forystusæti
Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar í vor. Eyþór
Arnalds, sem leiddi listann fyrir
fjórum árum eftir sigur í leiðtoga-
prófkjöri, óskar eftir endurnýjuðu
umboði til að leiða listann og nú
hefur Hildur Björnsdóttir, sem var
handvalin í annað sætið fyrir fjórum
árum, lýst því yfir að hún vilji leiða
listann í vor.
Mikill klofningur hefur verið
innan borgarstjórnarflokks Sjálf-
stæðismanna á þessu kjörtímabili.
Djúp gjá er milli fylkinga sem Eyþór
og Hildur fara fyrir. Þau eru á önd-
verðum meiði í stærstu málum, til
dæmis varðandi Borgarlínu, Lauga-
veginn og flugvöllinn í Vatnsmýri.
Líkur eru á að prófkjörsslagurinn
eftir áramót verði endurómur próf-
kjörsins fyrir alþingiskosningarnar
fyrr á þessu ári. Þá bar Guðlaugur Þór
Þórðarson sigurorð af Áslaugu Örnu
Sigurbjörnsdóttur.
Þarna tókust á hópar í kringum
frambjóðendurna. Formaður og
varaformaður flokksins, raunar allt
flokkseigendafélagið, stóð við bak
Áslaugar Örnu. Hildur og stuðn-
ingsfólk hennar var í þessum hópi.
Guðlaugur Þór er með öfluga kosn-
ingavél í Reykjavík og meðal stuðn-
ingsmanna hans er Eyþór. Búist er
við að hann muni njóta óskoraðs
stuðnings Guðlaus í slagnum fram
undan og því verður Eyþór að teljast
mun sigurstranglegri en Hildur.
Fyrirsjáanlegt er að toppslagurinn
Eyðimerkurganga klofins borgarstjórnarhóps blasir við
í komandi prófkjöri verði Sjálfstæð-
isflokknum lítil lyftistöng. Eyþór
höfðar ekki til almennra kjósenda í
höfuðborginni og fátt bendir til þess
að Hildur njóti fylgis út fyrir flokk-
inn. Hætt er við að kjörþokki beggja
skaðist enn frekar í þeim atgangi sem
fram undan er, þar sem ekki verður
einungis tekist á um persónur heldur
einnig stefnu Sjálfstæðisflokksins í
stórum málum sem varða framtíð
borgarbúa. Áframhaldandi eyði-
merkurganga blasir við. n
Á morgun er þriðji í aðventu og
aðeins tæpar tvær vikur til jóla.
Það er í ýmis horn að líta við
undirbúning hátíðar ljóss og
friðar, en fjöldi þeirra fer þó
aðallega eftir því hversu mikið við sjálf
leggjum upp úr hinum og þessum hefðum.
Mín kynslóð ólst vissulega upp við strangar
hefðir og f lest tókum við stóran hluta þeirra
áfram í okkar eigið heimilishald. Svona var
þetta gert og svona skal þetta gert.
En … að ætla sér að gljáfægja heimilið,
baka nokkrar sortir, dressa upp börnin,
kaupa jólagjafir, fara með alla í klippingu,
skreyta hátt og lágt, þrífa bílinn, hitta hvern
einasta vinahóp sem þú hefur haft minnstu
tengingu inn í, fara á jólatónleika, jólahlað-
borð, jólaglögg, jólarölt, jólaball og í kjólinn
fyrir jólin, er hreinlega ávísun á jólainnlögn
á heilsuhæli vegna jólastreitu.
Það eru ansi margir siðirnir sem fyrri
kynslóðir settu fá spurningarmerki við – en
í dag þættu fullkomin firra, og legg ég til að
jólastress fari í þann flokk!
Úrelt jólastress
28 Helgin 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 11. desember 2021 LAUGARDAGUR