Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 44

Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 44
Ég flokka jólaskrautið mitt í tvo kassa og í kassa eitt er alls konar látlaust sem má fara upp snemma og svo skreyti ég tréð aðeins seinna. Þórunn Ívarsdóttir, eigandi verslunarinnar Valhnetu, er mikið jólabarn og elskar að gera notalegt í kringum sig þegar myrkrið leggst yfir. Skrautið fer snemma upp á hennar heimili en líka snemma niður. Ég hef verið alveg jóla seríu­ óð síðan ég var krakki en við pabbi skreyttum alltaf mikið saman og ég er örugglega að halda svo­ lítið í það,“ segir Þórunn aðspurð út í skreytingar heimilisins sem hún segir að megi byrja að fara upp 15. nóvember. „Ég flokka jólaskrautið mitt í tvo kassa og í kassa eitt er alls konar lát­ laust sem má fara upp snemma og svo skreyti ég tréð aðeins seinna,“ segir hún en tekur fram að sér finn­ ist gott að fá öll ljósin upp strax. Þórunn rekur verslunina Val­ hnetu með bestu vinkonu sinni, Gyðu Dröfn, og segir hún jólaundir­ búninginn hafa talsvert vikið fyrir önnum í versluninni. „En það er líka orðið partur af jólunum að eyða heilu kvöldunum í að pakka pöntunum með bestu vinkonu sinni langt fram á nótt. Ég veit að við gleðjum ansi mörg lítil hjörtu þessi jól og það gefur manni svo mikið,“ segir Þórunn en verslun­ in sérhæfir sig í vönduðum og vist­ vænum vörum fyrir börn upp í sex ára. „Þessi jól hafa dúkkurnar okkar slegið í gegn og við höfum varla gert annað en að pakka þeim inn.“ Gaman að vera á síðustu stundu Þórunn segir lítið um jólastress á heimilinu. „Ég elska að gera allt í rólegheitum og er oft á síðustu stundu með sumar gjafir en finnst það líka oft snúast um það að labba í bænum og finna hina fullkomnu gjöf. Svo er ég líka alltaf að bæta við gjafirnar hjá öllum. Mér finnst mjög gaman að gefa fallegar gjafir. Jólin snúast bara um samveruna og að hafa það notalegt saman. Horfa á jólamyndir, fara út að renna á sleða, fá sér heitt súkkulaði og svo er það sörubaksturinn með mömmu. Mér finnst aðfangadagskvöld svo hátíðlegt og fallegt kvöld að það er örugglega uppáhaldsdagurinn minn á árinu,“ segir Þórunn en aðspurð segist hún taka skrautið snemma niður enda hluti þess verið uppi frá því um miðjan nóvember. „Ég fæ dauðleið á skrautinu strax á milli jóla og nýárs og tek f lest niður fyrstu vikuna í janúar en leyfi ljósunum oft að loga út febrúar.“ ■ Aðfangadagur uppáhalds dagurinn Falleg kerti setja sinn svip á heimilið, ekki síst á jólum. Jólatréð er komið upp á heimilinu en verður skreytt þegar nær líður jólum. Glæsilegir pakkar bíða eftir að komast til eigenda sinna. Þórunn bætir við einu jólatré frá Vigt á hverju ári. Uppáhalds jólaskrautið er handverk eftir dótturina. Þórunn skipti um borða á Georg Jensen óróunum. Þessi skemmtilegi álfur gegnir mikilvægu hlutverki og fer á stjá á nóttunni. Þórunn segist mikið jólabarn og jólaseríuóð. Hún byrjar að skreyta smátt og smátt um miðjan nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 42 Helgin 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.