Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 46
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Hildur hefur langa reynslu í fata-
hönnun en hún útskrifaðist árið
2006. Jólalínan hennar sem nú er
komin í verslunina hentar öllum
aldri og misjafnri líkamsbyggingu.
„Við erum með stærðir frá extra
small–xxl og höfum einstaklega
gaman af því að aðstoða konur
við val á réttri f lík,“ segir Hildur.
„Við erum með mikið úrval af
fallegum kjólum fyrir jólin,
skvísulegum buxnasettum, partí-
toppum, flauelskjólum og kjólum
skreyttum pallíettum. Fullkominn
klæðnaður fyrir þennan skemmti-
lega árstíma,“ segir hún. „Við erum
með margvísleg snið, bæði stutta
og síða kjóla, og mismunandi
mynstur. Ég myndi segja að við
værum með heildarpakka fyrir
konur, yfirhafnir, skó og hvað sem
þær vantar,“ segir Hildur.
Mikið vöruúrval
„Verslunin hefur stækkað mikið og
um leið höfum við aukið vöruúr-
valið. Við bjóðum til dæmis upp
á djúsí glimmer-prjónafatnað í
bland við hlý og mjúk prjónasett
og peysur.
Við erum líka ofurspennt fyrir
nýju sokkalínunni okkar sem
er fyrir bæði kynin. Mynstrið í
sokkunum og prjónasettunum er
unnið út frá prentunum mínum,“
segir Hildur og bætir við að lögð sé
mikil áhersla á að velja inn merki
með góða umhverfismeðvitund.
„Við erum sjálf að framleiða fatnað
sem er gerður úr endurunnu plasti,
þar get ég nefnt sundboli og marga
af okkar frábæru partíbolum.
Við seljum einnig merki sem
heitir Jakke en það sérhæfir sig í
gervifeldum. Feldirnir eru unnir
úr endurunnum plastflöskum.
Dásamlegt merki fyrir dýravini og
þá sem vilja ekki ekta feldi,“ segir
Hildur og minnist einnig á að þau
láti framleiða fyrir sig kerti hjá
gömlu fjölskyldufyrirtæki í Grikk-
landi. „Kertin eru öll handgerð og
mikið nostrað við hvert eintak,“
útskýrir hún.
Glæsileg verslun í miðbænum
Yeoman verslunin er fjögurra ára
en það er eitt ár síðan hún flutti
af Skólavörðustíg yfir á Laugaveg í
stærra og glæsilegra húsnæði. „Við
erum alltaf að bæta við okkur og
breikka vöruúrvalið. Við erum
að selja okkar eigin hönnun en
erum einnig með vörur frá öðrum
sem passa vel inn í okkar heim.
Það er svo margt fallegt sem fæst
hjá okkur núna til jólagjafa. Við
erum með margvíslega skartgripi
og höfum nýlega bætt við okkur
Maan esten skartgripum en þeir eru
dönsk hönnun. Dásamlega fallegt
skart með náttúrusteinum. Skartið
er framleitt úr endurunnu silfri.
Þá get ég nefnt Miss Patisserie
sem eru æðislegar baðbombur
og sápur sem við vorum að taka
inn. Þær eru vegan og einstaklega
litríkar og fallegar. Þetta eru allt
mjög góðar jólagjafir sem koma í
fallegum pakkningum sem henta
vel undir jólatréð,“ segir Hildur en
þess má geta að hún selur hönnun
sína víða um heim.
Heillar tónlistarfólk
Tónlistarfólk hefur heillast af vöru-
línunni og meðal þeirra sem hafa
verslað við Hildi eru Taylor Swift,
söngkonan Cher og Björk okkar að
ógleymdum Kardashian-systrum.
Sjálf hefur hún alltaf haft mikinn
áhuga á tónlist. „Ég hef fengið
mikla athygli erlendis og það er
einstaklega ánægjulegt. Einnig
hafa erlendir ferðamenn í Reykja-
vík komið til okkar og eru hrifnir
af íslenskum hönnunarvörum.
Íslendingar eru líka stoltir af að
kaupa íslenskt og það hefur aukist
mikið,“ segir Hildur sem segist
leggja áherslu á að vera með fatnað
fyrir allar konur. „Við leggjum
metnað okkar í faglegu þjónustu
og aðstoðum við val á jólakjólum.
Að sjálfsögðu aðstoðum við einn-
ig eiginmenn sem eru að leita að
jólagjöfum á eiginkonuna,“ segir
Hildur. „Starfið hefur undið upp á
sig og ég er með mjög gott starfsfólk
með mér,“ segir hún.
Verslunin Yeoman er opin alla
daga til jóla og eftir 16. desember
hefst kvöldopnun.
„Miðborgin er svo dásamleg í
desember og það ríkir svo mikill
jólaandi. Margir gera sér ferð í
bæinn til að kíkja í verslanir og fá
sér jólaglögg eða fara út að borða,“
segir hún. „Við ætlum að vera með
uppákomur annað slagið til jóla til
að gæða lífið enn meiri jólaanda.“
Yeoman er á Laugavegi 7, við
hliðina á veitingahúsinu Ítalíu,
bílastæðahús við Hverfisgötu er
Hildur og sam-
starfskonur
hennar, Embla
Óðinsdóttir og
Alexandra Jóns-
dóttir, skarta
hér fallegum
jólakjólum
sem eru íslensk
hönnun.
MYND/AÐSEND
Kjólarnir
eru með
mismunandi
mynstri,
hver öðrum
fallegri.
Fallegu kertin
sem eru hand-
unninn í Grikk-
landi.
Skartgrip-
irnir frá danska
fyrirtækinu
Maan esten eru
eftirsóttir.
Í versluninni Yeoman
er mikið úrval af alls
kyns fallegum tísku-
fatnaði til jólagjafa.
fyrir aftan verslunina svo aðgengi
er gott og næg bílastæði. Yeoman
er með öfluga vefsíðu: hildur-
yeoman.com og sendir um allt
land og út um allan heim. n
Yeoman er bæði á Facebook og
Instagram þar sem fylgjast má
með nýjungum frá henni.
Það er auðvelt að
finna góða jólagjöf hjá
Yeoman á Laugavegi.
Miðborgin er svo
dásamleg í des-
ember og það ríkir svo
mikill jólaandi. Margir
gera sér ferð í bæinn til
að kíkja í verslanir og fá
sér jólaglögg eða fara út
að borða.
Sokkarnir sem framleiddir eru
eftir prentum frá Hildi.
2 kynningarblað A L LT 11. desember 2021 LAUGARDAGUR