Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 66

Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 66
Súgfirðingurinn Rannveig Magnúsdóttir vinnur á lög- mannsstofu á Akureyri á daginn en er mikill föndrari í frítíma sínum. Hún býr árlega til piparkökuhús og í ár er það sérlega fallegt. sandragudrun@frettabladid.is Piparkökuhúsið sem Rannveig bjó til í ár er búið til að fyrirmynd Næp- unnar við Skálholtsstíg í Reykjavík. Það er ekki auðveldasta húsið til að líkja eftir með piparkökum en þau sem þekkja húsið vita að ofan á því er mjög sérstakur turn sem er líkur næpu í laginu. „Ég ólst ekki upp við þá hefð að búa til piparkökuhús. Ég gerði mitt fyrsta hús fyrir jólin 2007 þannig að ég er að gera þetta í 15. skiptið í ár,“ segir Rannveig. „Skemmtilegast finnst mér að gera húsin alveg upp úr sjálfri mér en þetta er í fjórða sinn sem ég sæki innblástur í raunverulegt hús. Árið 2008 var það kirkjan frá heimabæ mínum Suðureyri, árið 2016 var það Phantom Manor frá Disneylandi í París og árið 2018 var það París hér á Akureyri, sem fólk þekkir sem Bláu könnuna.“ Kúpta þakið áskorun Rannveig segir að hafi verið svolítið vesen að búa til kúpta turninn á piparkökuhúsinu í ár. „Ég reyni að gera eitthvað nýtt á hverju ári til að gefa sjálfri mér smá áskorun og í ár voru það tröppurnar með handriðinu og einmitt kúpta þakið. Það er samsett úr fjórum hlutum, efsti hlutinn er ísform, en undir því eru tvær piparkökur sem bakaðar voru yfir kleinuhringja- móti og urðu því eins og hálfgerðar piparkökuskálar. Þær eru svo festar saman til að mynda kúlu. Þegar ég var búin að baka skálarnar þá kom í ljós að þær voru ekki nægilega háar þannig að ég stakk einu poppkexi á milli þeirra til að fá auka hæð,“ útskýrir Rannveig. Gluggana býr Rannveig til úr brjóstsykri sem hún brýtur niður í litlar agnir og bræðir í gluggaopin. „Ég nota alltaf gulan brjóstsykur svo birtan frá húsinu verði hlý,“ segir hún. „Húsið er einfaldlega lýst upp með ljósaperu sem er í miðju húsinu. Ég kveiki svo bara á því eins og lampa og það lýsir í gegnum allan brjóstsykurinn í gluggunum. Í minni húsum sem ég geri hef ég litlar ljósaseríur.“ Það vefst oft fyrir mörgum að festa saman piparkökuhús, en Rannveig festir það saman með sama kreminu og hún notar til að skreyta það. „Það heitir Royal Icing og er blanda af flórsykri og eggjahvítu. Svo er þetta bara þolinmæðisvinna. Ég myndi ráðleggja fólki að setja húsið saman góðum tíma áður en á að skreyta það,“ segir Rannveig. En það heppnaðist hjá henni í fyrstu tilraun að setja saman húsið í ár. „Þetta er hæsta húsið sem ég hef gert og ég átti von á því að turninn myndi mögulega gefa sig þar sem næpan er þung, en þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig,“ segir hún og hlær. Tímafrekt föndur Húsið er 55 cm á hæð og það tók Rannveigu 20 klukkustundir að baka það, skreyta og byggja. Það er samsett úr 94 piparkökum og jóla- tréð við bakhlið hússins er samsett úr 30 piparkökustjörnum. „Það er hægt að borða allt húsið, en það stendur svo lengi að við höfum ekki haft lyst á því,“ segir Rannveig. Rannveig er mikill föndrari en Bjó til piparkökuhús úr 90 piparkökum Mikil vinna fór í smáatriðin, eins og handriðið, kransana og slaufurnar. Hugsað er fyrir hverju smáatriði í skreytingum. Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star, en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu inni- halda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kín- verjar kalla sæbjúgu gjarnan „gin- seng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin inni- halda yfir fimmtíu tegundir af nær- ingarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim, en það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslensk- um, hágæða, villtum sæbjúgum Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir lið- verkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgnahylkin. áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 71 árs, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ n Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 fást í flestum apótekum og heilsu- búðum ásamt Hagkaupi, Fjarðar- kaupum og á Heimkaup.is. sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkjunum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í nokkur ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert Rannveig veit fátt skemmtilegra en að undirbúa jólin. hún segir að piparkökuhúsin séu mjög tímafrek og er hún allt árið að teikna upp sniðin. Mikil vinna fer í smáatriðin eins og handriðið, kransana og slaufurnar sem Rann- veig gerir frá grunni. Í strompunum er svo reykelsi og því hægt að fá reyk upp úr þeim. „Mér finnst gaman að gera hluti frá grunni. Ég föndra til dæmis aðventudagatöl fyrir börnin mín og geri skreytingar,“ segir hún. „Ég er mikil jólamanneskja en í raun kannski meiri aðventumann- eskja, þar sem mér finnst undir- búningurinn fyrir jólin það allra skemmtilegasta sem ég geri.“ n 6 kynningarblað A L LT 11. desember 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.