Fréttablaðið - 11.12.2021, Page 72
Jólatré og jólaböll
Fyrstu jólatrén á Íslandi munu
hafa sést í kringum árið 1850
og þá aðallega hjá dönskum
fjölskyldum eða dansk-
menntuðum fjölskyldum.
Jólatrén urðu ekki algeng hér
á landi fyrr en um aldamótin
1900. Árið 1952 fékk Reykja-
vík í fyrsta sinn stórt jólatré
að gjöf frá Osló sem sett var
upp á Austurvelli.
Jólatré standa nú í stofum
flestra landsmanna á jól-
unum. Á sjálft aðfangadags-
kvöld eru þau miðpunkturinn
þegar jólagjafirnar eru opn-
aðar því til siðs er að geyma
gjafirnar undir trénu.
Á mörgum heimilum ríkir
sú hefð að skreyta ekki jóla-
tréð fyrr en á Þorláksmessu
og hjá sumum skal alls ekki
tendra ljósin á trénu fyrr en á
aðfangadag. Í seinni tíð hefur
það færst í aukana að fólk
skreyti jólatréð fyrr og má
jafnvel sjá það inn um stofu-
glugga landsmanna strax
1. desember.
Lengi hefur verið til siðs
að halda jólaskemmtanir í
skólum, leikskólum, á vinnu-
stöðum, hjá félagasamtökum
og nánast hvar sem. Á slíkum
skemmtunum má gjarnan
sjá jólatré á miðju gólfi sem
svo er dansað í kringum. Þá
mynda gestir hring í kringum
tréð og ganga í kringum það,
syngja sama hin ýmsu lög
líkt og Adam átti syni sjö og
Dönsum við í kringum eini-
berjarunn. n
Jólatré, jólabakstur,
jólasveinar og jólaljós í
gegnum tíðina
Aðfangadagur rennur upp eftir minna en tvær vikur. Margir standa nú í ströngu við að baka jóla-
smákökur, velja jólatré og skreyta og á morgun kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. Hvaðan
koma þessar jólahefðir sem við tengjum við jólin og hvernig hafa þær breyst í gegnum tíðina?
birnadrofn@frettabladid.is
Lengi hefur
tíðkast að halda
jólaböll á Íslandi
þar sem gengið
er í kringum
jólatréð. Þessir
krakkar mættu
prúðbúnir á jóla-
ball í leikskól-
anum Hlíðaborg
í desember árið
1967.
MYND/
LJÓSMYNDASAFN
REYKJAVÍKUR
Jólabakstur
Á fyrri hluta 20. aldar fór að bera á því að
íslenskar húsmæður bökuðu hverja smáköku-
sortina á fætur annarri. Því fleiri sortir, því betra.
Líkleg ástæða aukins baksturs er talin vera fjöl-
breyttara vöruúrval og að bakarofnar voru orðnir
almennari eign.
Segja má að dregið hafi úr kröfum um fjölda
smákökusortanna með tímanum þó að á flestum
heimilum sé enn eitthvað bakað fyrir jólin. Með
enn fjölbreyttara vöruúrvali hefur það þó einnig
aukist að fólk kaupi tilbúið smákökudeig og skelli
í ofninn.
Hér er uppskrift að auðveldum jólasmákökum:
Kókostoppar
250 g smjör
250 g sykur
250 g kókosmjöl
1 egg
100 g hveiti
75 g dökkt súkkulaði (saxað )
Smjör og sykur hrært þar til létt og ljóst, bætið þá
eggi í og hrærið vel. Bætið við hveiti, kókosmjöli
og súkkulaði. Bakið við 180°C þar til kökurnar eru
fallega brúnar. n
Aðventuljós
Hjá mörgum Íslendingum
tíðkast að setja aðventuljós
í glugga fyrsta sunnudag í
aðventu og er slíkt ljós með
vinsælla jólaskrauti landsins.
Miðað við vinsældir að-
ventuljósa mætti ætla að
um ævafornan sið væri að
ræða en talið er að fyrsta
aðventuljósið hafi ekki
borist til landsins fyrr en
árið 1964. Það ár fór Gunnar
Ásgeirsson kaupsýslumaður í
verslunarferð til Stokkhólms.
Þar keypti hann aðventuljós
í jólagjöf handa nokkrum
gömlum frænkum sínum.
Ljósin vöktu slíka lukku að
Gunnar hóf að flytja þau inn
og selja og nú má sjá þau í
nærri hverjum einasta glugga
í jólamánuðinum. n
Skórinn úti í glugga
Flest börn á Íslandi setja skóinn út í glugga
aðfaranótt 12. desember þegar fyrsti jóla-
sveinninn, Stekkjarstaur, kemur til byggða og
færir stilltum börn eitthvað fallegt í skóinn en
óþægum börnum kartöflu.
Sá siður að setja skóinn út í glugga kom
fyrst hingað til lands í kringum árið 1930 með
íslenskum sjómönnum sem sigldu um Norður-
sjó og kynntust hefðinni til dæmis í Hollandi. Þar
var til siðs að börn settu skó í glugga aðfaranótt
6. desember með þá von í brjósti að heilagur
Nikulás gæfi þeim eitthvað í skóinn.
Um miðja síðustu öld hafði siðurinn breitt vel
úr sér og almennt varð að börn settu skóinn út í
glugga. Mikil misskipting varð þó áberandi milli
barna eftir því hversu vel efnaðar fjölskyldur
þeirra voru. Þau ríku fengu meira og oftar í
skóinn en þau fátækari.
Í lok sjöunda áratugarins var misskiptingin
orðin slík að rekinn var mikill áróður bæði í fjöl-
miðlum og á leikskólum landsins gegn ósam-
ræmi og óhófi í skógjöfum. Í kjölfarið komst sú
regla á að jólasveinarnir kæmu þrettán dögum
fyrir jól til allra barna, hvorki væru þeir fleiri né
færri. Enn þann dag í dag hefur mikið verið um
það rætt að jólasveinarnir skuli gæta hófs í gjöf-
unum og að börn sæti ekki misskiptingu þegar
að þeim kemur. n MYND/NORDICNEST
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Á mörgum
heimilum
tíðkast að
skreyta
jólatréð
ekki fyrr
en á Þor
láksmessu
og hjá
sumum
skal alls
ekki tendra
ljósin
á trénu
fyrr en á
aðganga
dag.
46 Helgin 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ