Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2021, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 11.12.2021, Qupperneq 76
„Við Máni erum partur af þeim þjóðflokki sem hugsar allt of lítið áður en hann talar,“ sagði Fanney Birna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK af þegar maður var lítill hljóp maður alltaf út í glugga til að athuga hvort það hefði líka farið af hjá nágrönnunum. Á einhvern furðu- legan hátt leið manni betur ef raf- magnið fór ekki bara hjá manni sjálfum heldur hjá öllum í hverf- inu. Þannig er Covid. Við erum öll í þessu Covid-myrkri. Ég ætla að þakka ríkisstjórninni fyrir hraðprófin. Fólk ársins er klárlega fólkið sem hefur nennt að standa í röðum í skítakulda til að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér og mæta á viðburði. Þetta fólk heldur menningarlífinu í landinu gangandi.“ Fanney: „Ég er búin að vera ein af vitleysingunum í þessari röð.“ Máni: „Hetjunum!“ Máni: „Það eina sem böggaði mig mest í þessu öllu var þessi andlýð- ræðislega regla þegar tekið var upp á því að Íslendingar þyrftu að koma með neikvætt próf til landsins. Það var virkilega ógeðfelld aðgerð að ætla að fara að skilja íslenska ríkis- borgara eftir úti.“ Fanney. „Án þess að ég ætli að tjá mig um einstakar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar þá finnst mér skipta máli að bera virðingu fyrir þeim sem setja fyrirvara við valdboð og þegar verið er að beygja mannréttindi.“ Framhaldið ... Máni: „Það þarf að gera upp alls konar hluti að þessu loknu. Krakkar sem eru fæddir 2003 og eru að útskrifast úr menntaskóla, þau hafa ekki eignast nýja vini og félagsleg tengsl eins og við gerðum. Þetta þarf að gera upp á næstu árum og eins gott að stjórnvöld komi þar sterk inn. Fanney: „Sumir hafa bara ekkert fengið að vera í menntaskóla, fara á böllin og í sleikinn. Ég bara geri ráð fyrir því að tugir hjónabanda verði ekki vegna þessa.“ Máni: „Þetta er eitthvað sem ekk- ert var hægt að gera í en við verðum að finna út hvernig við ætlum að leysa þetta.“ Fanney: „Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að stíga skrefin í að niðurgreiða sálfræðiþjónustu á sem flestum sviðum.“ Kári Stefáns ... Fanney: „Við tölum oft um að við elskum að hata einhvern en ég held að íslenska þjóðin hati að elska Kára Stef. Við elskum hann en eigum samt svo erfitt með hann. Hann hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf fyrir þjóðina og oft verið þessi andspyrnurödd.“ Máni: „Bæði Kári og Þórólfur hafa verið tilbúnir að ræða hlutina og svara þeim spurningum sem maður spyr þá. Kári hefur peppað þjóðina meira á erfiðum tímum heldur en þjóðin hefur gefið honum kredit fyrir. Hann hefur alltaf verið sann- gjarn í sinni gagnrýni. Hann hefur hrósað ríkisstjórninni fyrir það sem er vel gert en líka látið hana heyra það þegar það þarf. Ég held bara að þjóðin ætti að vera meira eins og Kári.“ Fanney: „Kári mætti stundum anda aðeins meira með nefinu en hann er litríkur og þorir að segja hvað honum finnst – alveg sama hver það er í það skiptið sem mun finna fyrir því.“ Máni: „Ég held að Þórólfur sé gríðarlega þakklátur fyrir Kára, því Kári má segja það sem Þórólfur getur ekki sagt – en kannski langar.“ Bubbi Morthens ... Máni: „Bubbi er orðinn stofnun. Í Covid fór hann að selja verkin sín, gerði þessa leiksýningu og gaf út frá- bæra plötu. Mér finnst Bubbi stór- kostlegur.“ Fanney: „Talandi um útskúfunar- kúltúrinn þá finnst mér Bubbi hafa leyfi til að tjá sig og misstíga sig. Við erum svo fljót að fyrirgefa Bubba. Stundum hittir hann akkúrat nagl- ann á höfuðið en stundum er hann doldið skakkur en þá kemur hann oftast bara og segir: „Ég var bara ekki búinn að hugsa þetta alveg – sorry með mig.“ Þá er maður bara: „Allt í lagi, Bubbi minn.“ Maður finnur það að hann er allt- af á einhverri vegferð til að bæta sig. Hann biðst fyrirgefningar ef hann þarf og fær hana eiginlega alltaf. Þannig virkar líka heilbrigt sam- félag, svo framarlega sem þú ert ekki að gera hræðilega hluti máttu mis- stíga þig og biðjast fyrirgefningar ef þess þarf.“ Máni: „9 Líf er er stórkostleg sýn- ing.“ Fanney: „Fórst þú að gráta yfir henni? Ég þekki engan sem ekki hefur farið að gráta.“ Máni. „Nei.“ Fanney: „Varstu nálægt því?“ Máni: „Nei, ég græt yfir öðruvísi hlutum. En þetta var frábært stöff.“ Plastpokabannið ... Fanney: „Það sem hafði mest áhrif á mig á árinu var plastpokabannið. Nú er ég með svo mikið af pappa- pokum heima hjá mér því ég get ekki munað eftir því að taka með mér fjölnotapoka í búðina enda með sjálfgreindan áunninn ADHD.“ Máni: „Plast er per se ekki slæmt heldur hvernig við nýtum það eða notum. Þetta var fallegt sjálfsprottið verkefni hjá Rakel Garðars á sínum tíma og gott að fólk fór að spá í plast- notkun sína en þá ákveða pólitíkus- arnir að stíga inn með einhverjum boðum og bönnum sem ég er alfarið á móti. Það má líka benda á hversu skaðlegt það var fyrir íþrótta- og listalífið að pokasjóður var lagður af. Það er ekki búið að sanna fyrir mér að það hafi verið góð hugmynd að taka út þessa plastpoka.“ Alþingiskosningar ... Máni: „Ég barðist fyrir því að fólk myndi skila auðu í þessum kosn- ingum. Ísland er að verða minna og minna lýðræðisríki. Við ætlumst til þess að fjölmiðlar séu fjórða valdið og veiti aðhald en staðreyndin er aftur á móti sú að þingmenn eru á helmingi hærra kaupi en meðal blaðamaður. Styrkir til frjálsra fjöl- miðla voru 800 milljónir en styrkir til stjórnmálaflokka 2,8 milljarðar. Þetta fólk á þinginu talar eins og þetta sé í nafni einhvers lýðræðis. Þetta er náttúrlega ekki í nafni neins lýðræðis. Stjórnmálamenn eru hættir að fá nokkra gagnrýni í fjöl- miðlum – við erum alltaf bara að sjá þá í einhverjum spurningaþáttum og svo framvegis. Þetta er fólk sem á að svara fyrir það sem það gerir í starfi.“ Fanney: „Ég tek að mestu leyti undir þetta. Launin fara ekki hrikalega í taugarnar á mér en skömmtunin til f lokkanna gerir það. Á þessu kjörtímabili var starfs- mönnum f lokkanna fjölgað og ég sá það fallega fyrir mér sem tæki- færi fyrir f lokkana til að rannsaka betur hvað þeir væru að gera og væru með fólk sem myndi undir- búa frumvörp og f leira. Í staðinn eru bara enn f leiri að setja efni á Instagram og búa til podköst. Ég gæti eiginlega ekki tekið meira undir varðandi stöðu fjölmiðlanna og sérstaklega þá einkareknu. Það eru ótrúleg vonbrigði að það frum- varp hafi ekki verið hnitmiðaðra því ég held að bæði stóru og minni einkareknu fjölmiðlarnir þurfi mikinn stuðning. Það er það versta sem kemur fyrir minn fyrrverandi vinnustað, Ríkisútvarpið, að það séu ekki jafnsterkir aðilar að bjóða upp á svipaða og sambærilega vöru. Þetta er að öllu leyti versta mál.“ Máni: „Fyrir mér er þetta alvar- legra mál en klúðrið í Norðvestur kjördæmi. Fjölmiðlar brugðust í þessu máli því fjölmiðlar þora aldr- ei að tala um sjálfa sig. Kosninga- baráttan fór bara ekki í neitt. Fanney: „Mér finnst reyndar talningin í Norðvestur stórkost- lega alvarlegt mál og ég vona að það verði lagst grundigt yfir kosninga- lögin. Ég hef unnið í kosningum og áttað mig á því að eitt atkvæði til eða frá verður líklega alltaf rangt þegar mannshöndin kemur þar að. En þetta var bara svo miklu meira og svo mikill hroki sem fylgdi þegar síðan kom að útskýringum. Svo var þetta bara eins og einhver Tvíhöfða- skets þegar rannsóknarnefndin með Birgi Ármanns í fararbroddi fór þarna einhverjar 20 ferðir. Máni: „Það var líka magnað hvernig Sjálfstæðisflokkurinn fékk alla til að samþykkja að einhverju leyti að þeir ætli að fara að virkja hérna eins og enginn sé morgun- dagurinn og töluðu um það í nafni umhverfisnefndar. Þeir ætla að raf- bílavæða en það verður ekki gert á Íslandi nema hér verði virkjað miklu meira. Því hefði umræðan átt að fara í það að búa til almennilegar samgöngur í þessu landi. Ég verð að gefa þeim prik fyrir það – þetta var frábært múv hjá þeim.“ Fanney: „Mér fannst þetta ógeðs- lega skemmtileg kosningabarátta. Ég hafði sagt í öllum spjallþáttum sem ég var boðuð í að þær væru að fara að enda langt til vinstri en nei, nei!“ Máni: „Það er náttúrlega engin hægri sveifla á Íslandi.“ Fanney: „Nei, en ég hélt að þetta yrði meira afgerandi til vinstri og var alveg hörð á því að Sósíalista- f lokkurinn kæmist inn og jafnvel með nokkra þingmenn.“ Máni: „Það var kannski erfitt fyrir Sósíalistaflokkinn að komast inn þegar Sjálfstæðismenn, Vinstri græn og Framsókn eru að reyna að breyta íslensku samfélagi í sósíal- istaríki. Við sjáum að fjölgun opin- berra starfsmanna er orðin það mikil að ef þessi þróun heldur áfram eru allar líkur á að hér verði gríðar- legt efnahagshrun og við breytumst í Venesúela.“ Fanney: „Það er svo skemmtilegt hvað vinstrimennska þín er alltaf ófyrirsjáanleg.“ Máni: „Verðmæti verða ekki búin til í ríkinu, það þarf að gerast í einkageiranum. Þessir þrír vinstri flokkar sem nú stjórna landinu sýna að það er þörf á hægri stjórn.“ Árið 2022 ... Máni: „Ég veit ekki hvort það sé hluti þess að eldast eða hvað en mér finnst hvert ár betra en síðasta, kannski bara því ég er hamingju- samari. Ég held að það verði áfram Covid-vesen og reiði en ég held að þetta verði ekkert verra. Þetta verður frábært ár.“ Fanney: „Ég sá þetta ár fyrir mér sem árið sem Covid myndi klárast og maður gæti haldið áfram með líf sitt, þannig ég ætla núna bara að búast við því sem úr varð. Það komi jafnvel bylgjur, en minni og von- andi veikist fólk minna. En ég býst við takmörkunum og að við verðum kannski ekki mikið í útlöndum.“ Máni: „Ég verð að komast á Leeds- leik. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Fanney: „Annars er ég pínu á sama stað og Máni, ég á tæplega þriggja ára stelpu og það er allt betra með henni og ég held að næsta ár verði engin undantekning á því.“ Máni: „Ég er á hverjum degi glað- ur yfir því að synir mínir tveir séu ekkert líkir föður sínum.“ Fanney: „Dóttir mín er alveg eins og ég – það er viðfangsefni.“ n  Ég held að oftast eigi fólk aftur- kvæmt í þessu samfélagi. Fanney Og guð blessi stelp- urnar í Öfgum og alla þá sem hafa talað með öfga- fullum hætti í gegnum tíðina. Fanney Fólk sem slúðrar um annað fólk er upp til hópa drullu- sokkar. Máni Ég held bara að þjóðin ætti að vera meira eins og Kári. Máni 50 Helgin 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.