Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 90
Önnur eins frumraun
hefur ekki sést síðan
Mamma Mia! var á
fjölum sama sviðs.
LEIKHÚS
Emil í Kattholti
Borgarleikhúsið
Höfundur: Astrid Lindgren
Leikstjórn: Þórunn Arna
Kristjánsdóttir
Leikarar: Gunnar Erik Snorrason/
Hlynur Atli Harðarson, Sóley
Rún Arnarsdóttir/Þórunn Obba
Gunnarsdóttir, Ásthildur Úa
Sigurðardóttir, Sigurður Þór
Óskarsson, Esther Talía Casey,
Þorsteinn Bachmann, Sigrún Edda
Björnsdóttir, Aron Már Ólafsson/
Haraldur Ari Stefánsson, Árni Þór
Lárusson, Hjörtur Jóhann Jónsson,
Jóhann Sigurðarson, Rakel Ýr
Stefánsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir
og Sólveig Guðmundsdóttir
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Sigríður Jónsdóttir
Emil, Ída og allir kunnuglegu karakt-
erarnir frá Smálöndunum eru mætt
á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og
greinilegt er að eftirvæntingin er
mikil. Nú þegar er uppselt á ríflega
tuttugu sýningar og aðrar tuttugu
komnar í sölu. Emil í Kattholti er
fyrsta leikstjóraverkefni Þórunnar
Örnu Kristjánsdóttur og önnur
eins frumraun hefur ekki sést síðan
Mamma Mia! var á fjölum sama
sviðs. Emil í Kattholti hrífur áhorf-
endurna með sér í ævintýralegt
ferðalag, sýningin er uppfull af eftir-
minnilegum atriðum og hressandi
skandinavískum sósíal-realisma.
Fjandakornið, Astrid Lindgren
kunni að skrifa. Auðvitað eru þetta
ekki neinar fréttir, en líkt og landar
hennar í hljómsveitinni ABBA
skrifar hún skotheldar sögur, skrúf-
aðar saman af tæknilegri kunnáttu
og talar aldrei niður til fólks. Hrein
unun er að sjá músagildruatriðið,
eins konar byssa Tsjekhovs fyrir
börn, þróast og ná óumflýjanlegum
endapunkti. Töframáttur Lindgren
felst í því að sögurnar þroskast með
mannfólkinu, eftir því sem við
eldumst þá sjáum við sagnabálk
hennar í nýju ljósi. Hvernig hún
laumar inn skandinavískum sósíal-
realisma um stéttaskiptingu, lexí-
um um góðmennsku og f lóknum
samskiptum kynslóða, í ævintýri
ætluð börnum.
Mögnuð frumraun
Leikstjórafrumraun Þórunnar
Örnu er algjörlega mögnuð, eins og
áður sagði. Hún þræðir saman fjöl-
skyldudrama, ærslagang og fjörug
söng atriði í risastórri sýningu, en
einstakir karakterar fá líka að njóta
sín. Þær Maríanna Clara Lúthers-
dóttir eru skrifaðar fyrir viðbótum
og yfirferð á leikgerðinni, sem er
listilega þýdd af Þórarni Eldjárn.
Ekki er víst hvort hægt sé að fá leyfi
fyrir slíkum breytingum en fella
má texta úr handritinu, sýningin er
vel tveir og hálfur tími að lengd, og
dalar strax eftir hlé, en blómstrar
síðan aftur undir lokin.
Emil og skammarstrikin hans eru
auðvitað miðpunktur sögunnar.
Oftar en ekki er Ída systir hans óaf-
vitandi þátttakandi. Leikgleðin og
gæðin beinlínis geisluðu af ungu
leikurunum tveimur á frumsýn-
ingu. Gunnar Erik Snorrason og
Þórunn Obba Gunnarsdóttir heill-
uðu alla upp úr skónum með leik og
söng, hreyfingum og hremmingum.
Jólasöngur Ídu bræðir köldustu
hjörtu og sá fullorðni áhorfandi sem
klökknar ekki þegar Emil festist í
snjónum þarf að hugsa sinn gang.
Kann að stela senunni
Sigurður Þór Óskarsson er hér á
heimavelli með hjartað á erminni
og söng í hjarta. Söngur Alfreðs
púlsmanns er einn af hápunktum
sýningarinnar. Textasmíð Lind-
gren er þarna upp á sitt allra besta
og laumar lipurlega inn tregasöng
um verkamannastrit í barnaleik-
rit, túlkað eftirminnilega af Sigurði
Þór. Ásthildur Úa Sigurðardóttir er
sömuleiðis að stimpla sig inn á leik-
sviðið með stæl. Hún fer með hlut-
verk lánlausu vinnukonunnar Línu
sem mænir í áttina til Alfreðs, sem
vill mismikið með hana hafa, og
lendir sjálf í ýmsum uppákomum.
Ef að hún heldur rétt á spilunum og
fær tækifæri til, þá hefur hún alla
burði til þess að vera arftaki sjálfrar
Sigrúnar Eddu Björnsdóttur, sem
kemur frekar við sögu síðar.
Anton og Ölmu leika Þorsteinn
Bachmann og Esther Talía Casey.
Fremur vandasamt er að túlka fjöl-
skylduföðurinn þannig að hann
birtist ekki sem of beldisfullur
hrotti og tekst Þorsteini það ágæt-
lega. Esther Talía gefur honum gott
mótvægi sem þolinmóða og blíða
húsmóðirin sem trúir engu slæmu
upp á börnin sín. Hlutverk Týtu-
berja-Mæju er í raun ekki stórt, en
Sigrún Edda veit að lítil hlutverk eru
ekki til og sú kann að stela senunni.
Sveitavéfréttin, vara-amman og
sagnameistarinn lifna við í hennar
höndum. Jóhann Sigurðarson kann
sömu töfrabrögðin og er ljúfleikinn
uppmálaður sem vinalegi sveita-
læknirinn, yndislegt er að sjá hann
leika á móti litla mótleikaranum.
Töluvert er af smærri hlutverkum
og margir leikarar leika fleiri en eitt
slíkt. Sólveig Guðmundsdóttir hittir
í mark í hlutverki snobbhænunnar.
Sólveig Arnardóttir setur mikið afl
í illu Ráðskuna en sú saga líður fyrir
staðsetningu sína í leikritinu og
er fremur kraftlítil. Aðrir leikarar
styrkja sýninguna með gleðina að
vopni og samstilltu átaki.
Flaggað í fulla stöng
Á síðustu árum hefur Disney-brag-
urinn einkennt barnasýningar af
stærri gerðinni, en hann er hvergi að
finna í Smálöndunum. Leikmynda-
hönnuðurinn Eva Signý Berger
hefur aldrei verið betri. Sveitabýlið
og skammarkrókurinn opnast fyrir
augum áhorfenda líkt og dúkkuhús.
Hver kimi er nýttur, bakgrunnurinn
gefur dýpt og Lúkas, hesturinn
góði, er listasmíð. Litadýrðin er líka
við völd í búningahönnun Maríu
Th. Ólafsdóttur, og sumarlegu
hátíðarbúningarnir eru sérlega vel
heppnaðir. Danshöfundurinn Lee
Proud er orðinn ansi kunnugur
stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu
og sviðshreyfingarnar bera þess
merki. Hvert hrífandi dansatriði
rekur annað, fágun og fjör haldast
í hendur. Hljómsveitin rekur síðan
smiðshöggið á listrænu umgjörðina.
Emil í Kattholti er kærkominn
sólargeisli inn í dimmasta skamm-
degið. Áhorfendur fylgja Emil og
fjölskyldu heilan hring í kringum
sólina. Ferðalagið verður örlítið of
langt þegar sýningin dvínar eftir
hlé, en þegar hún finnur fæturna á
ný tekur hún á sprett inn í sumarið.
Þórunn Arna og hennar teymi geta
svo sannarlega flaggað í fulla stöng
enda er hér á ferðinni stórglæsileg
sýning fyrir alla fjölskylduna.
NIÐURSTAÐA: Bráðskemmtileg
sýning sem hittir beint í hjarta-
stað.
Hin óviðjafnanlegu Emil og Astrid
Emil í Kattholti
er kærkominn
sólargeisli inn
í dimmasta
skammdegið.
MYND/GRÍMUR
BÆKUR
Kóperníka
Sölvi Björn Sigurðsson
Fjöldi síðna: 390
Útgefandi: Sögur útgáfa
Kristján Jóhann Jónsson
Aðalpersónan, Finnur Kóperníkus,
er unglæknir. Sagan hefst 1888 og
hann starfar á Konunglega spítal-
anum í Kaupmannahöfn. Besti
vinur hans, læknaneminn Halldór
Júbelíum, er myrtur í húsasundi.
Rist er á kvið hans og annað nýrað
fjarlægt. Það er fagmannlega gert
svo að grunur beinist að starfs-
mönnum spítalans. Andersen,
annar helsti læknir spítalans, fær
Finni það verkefni að finna morð-
ingja Halldórs. Þar með getur frá-
sögnin hafist. Andersen tekur það
ekki í mál að talað sé við hálfvitana
í lögreglunni.
Það hamlar framvindu að sögu-
maður hefur marga bolta á lofti í
senn og ekki auðséð hvert sumir
þeirra hafa skoppað. Halldór er
myrtur og unglæknirinn Finnur
leitar morðingjans. Gömul hjón,
náskyld Halldóri, eru einnig drep-
in, einhver reynir að leyna því að
þar séu morð á ferð. Einhver styttir
gamalli mellumömmu aldur, gleði-
konur hverfa og nokkur götubörn.
Finnur hugar að þessum glæpum
í leiðinni og sagan hvarf lar milli
þeirra, því hann grunar að þeir
tengist. Ýmislegt bendir líka smám
saman til tengsla milli glæpa, en
það færir rannsakandann ekki nær
niðurstöðu um morðið á Halldóri.
Staðan í rannsókn Finns er óbreytt
mjög lengi.
Auk þessa stendur Finnur í
löngum og frekar torræðum átök-
um við Andersen lærimeistara
sinn. Andersen stendur líka í átök-
um við Wilburn, hinn aðallækninn
á spítalanum. Nokkuð er sagt frá
leiðinlegum, orðheppnum stúd-
ent sem heitir Júlíus Skjaldormur,
er tveimur árum yngri en Finnur
og virðist vilja skyggja á hann.
Inn í söguna kemur svo hópur
ungra baráttukvenna sem kalla
sig Ragetturnar. Þær tala grodda-
lega til pilta, segjast vilja hafa þá í
búri og taka tittlinginn á þeim út
á milli rimlanna til sinna þarfa.
Þetta er að mestu leyti í nösunum
á þeim þegar til á að taka. Þá geta
þær breyst í geðprúðar ástmeyjar.
Lengst af standa þessi átök í óljós-
um tengslum við lykilspurninguna:
Finnur Finnur morðingja Halldórs?
Hér verður auðvitað ekkert sagt
um málalyktir. Margt er ónefnt
enda sagan 390 blaðsíður. Öll þessi
átök og andstæður eru meira og
minna óleyst lengi vel. Eftir mið-
bik fer ýmislegt að skýrast en
hnitmiðuð bygging hefði verið til
góðs. Málfar er víða gallað og stíl
ábótavant. Við tölum til dæmis
sjaldan um að mönnum sé „veitt
eftirseta“, að „reknar séu úr þeim
garnirnar“, eða um „kvíðsjúklinga
sem þrotnir eru af raunum“. Ég tel
ekki upp f leira af þessu en slakar
lausnir í málfari og stíl spilla alltaf
fyrir söguþræði, vegna þess að
lesandinn hnýtur um ambögur.
Það er ekki nóg að birta á bókar-
kápu yfirlýsingar frá stórmennum
um að höfundurinn sé „stílisti af
guðs náð“, bókin sé „glæpasaga
ársins“, og jafnframt „miði á fyrsta
farrými lestursins“ (hvað sem það
þýðir nú.) Hin yfirgengilega snilld
verður líka að sjást á blaðsíðum
bókarinnar. n
NIÐURSTAÐA: Spennusaga sem
gerist meðal Íslendinga í Kaup-
mannahöfn seint á nítjándu öld.
Flestar aðalpersónur tengjast
læknavísindum með einhverju
móti. Það er áhugaverð hugmynd
að láta söguna gerast í þessu
umhverfi á þessum tíma, en hér
vantar ritstjórn og yfirlestur. Þar
hefur útgefandinn brugðist höf-
undi sínum.
Unglæknir leysir gátuna
64 Menning 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 11. desember 2021 LAUGARDAGUR