Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 102
Ég er ofboðslega þakk-
lát fyrir að hafa kynnst
honum. Hann er
auðvitað bara alveg
einstakur maður.
Erla Hlynsdóttir byrjaði að
skrifa ævisögu Guðmundar
Felix Grétarssonar í byrjun
árs 2014, þegar talið var að
nýjar hendur hans væru
innan seilingar. Erfið biðin
reyndist miklu lengri og
á meðan hann beið eftir
höndunum beið Erla eftir því
að geta skrifað dramatískan
hápunkt magnaðrar sögu sem
hún rekur í bókinni 11.000
volt, sem kemur út sjö árum
eftir að hún hófst handa.
toti@frettabladid.is
Erla Hlynsdóttir blaðamaður var
með ævisögu Guðmundar Felix
Grétarssonar í vinnslu í sjö ár. Hún
byrjaði á bókinni, 11.000 volt, í árs
byrjun 2014, en hún gat vitaskuld
ekki klárað frásögnina fyrr en
dramatískum hápunktinum, sögu
legri handaágræðslunni, var lokið.
Bið þeirra Erlu og Guðmundar var
þó ekki til einskis. Hann hefur tekið
nýju lífi tveim höndum og bókinni
hefur verið vel tekið og er til dæmis
þriðja besta ævisaga ársins, að mati
starfsfólks bókaverslana.
Leitin að ævisögunni
„Ég var búin að vinna á fjölmiðlum
nokkuð lengi og búin að skrifa þó
nokkuð af forsíðuviðtölum og fann
að mig langaði að gera eitthvað
aðeins stærra og meira og fór að
velta fyrir mér hvort það væri ekki
bara tilvalið ef ég gæti skrifað ævi
sögu einhvers,“ segir Erla.
Hún var með þetta bak við eyrað
þegar hún rak augun í litla frétt á
mbl.is 2013, þar sem Guðmundur
Felix greindi frá því að franskt
bókaforlag hefði haft samband við
hann og að fólk þar vildi endilega
gefa út ævisögu hans.
Sterk tenging
„Ég hafði aldrei talað við Guðmund
Felix áður en setti mig bara í sam
band við hann,“ segir Erla, sem
bauð sig fram til ævisöguskrifanna.
„Honum leist bara ágætlega á þetta
þannig að ég fer bara til hans út til
Lyon og við hefjum þessa vinnu,“
segir Erla og bætir aðspurð við að
þau hafi síðan orðið góðir vinir.
„Það myndast náttúrlega sterk
tenging og hann er náttúrlega að
treysta mér í rauninni til að koma
í orð afskaplega vandmeðförnum
hlutum og viðburðum í lífi hans.
Þannig að þetta var bara mjög dýr
mætt. Ég er of boðslega þakklát
fyrir að hafa kynnst honum. Hann
er auðvitað bara alveg einstakur
maður.“
Mikill áhugi í Frakklandi
Sögur útgáfa gefur bókina út á
Íslandi, en franska þýðingin kemur
út hjá Les Arénes sem flaug Erlu til
Frakklands þar sem þau Guðmund
ur Felix skrifuðu undir útgáfusamn
ing. „Það lá alltaf fyrir að ég myndi
klára verkið á íslensku og síðan yrði
þetta þýtt, þannig að þeir sáu alltaf
fyrir sér samstarf við íslenskt for
lag,“ segir Erla og víkur að miklum
áhuga Frakka á Guðmundi Felix og
nýju höndunum hans.
„Ástæðan fyrir því að franska
forlagið hefur þennan áhuga er að
Frökkum þótti og þykir mjög merki
legt að franskir læknar séu komnir
svona framarlega og hafi gert þessa
aðgerð sem Guðmundur fór loksins
í núna í ársbyrjun og er einstök á
heimsvísu,“ segir Erla og áréttar að
jafn flókin aðgerð og handaágræðsl
an er, hafi aldrei verið gerð áður.
Endurtekin vonbrigði
Erla og Guðmundur ákváðu strax í
upphafi að bókin myndi ekki koma
út fyrr en aðgerðin væri að baki. „Þá
náttúrlega reiknuðu allir með því að
hann væri að fara í aðgerð og hann
var að flytja út,“ segir Erla um stöð
una þegar hún
hóf verkið.
„Við höfðum
meira að segja á
tímabili áhyggj
ur af því að við
n æ ð u m e k k i
að klára bókina
áður en hann
færi í aðgerðina.
Það voru alveg
r au nve r u l e g a r
áhyggjur þarna
2014. En annað
kom nú á daginn.“
Erla segir meira
skrifræði en nokk
urn hafi órað fyrir,
óvænt ar reg lu
gerðabrey tingar
og mikill undir
bú n i ng u r st ór s
læknateymis hafi átt sinn þátt í töf
unum. „Læknarnir voru til dæmis
að æfa sig á að gera aðgerð á líkum,
þannig að strax þarna var gríðar
legur undirbúningur farinn í gang,
en síðan var alltaf eitthvað að koma
upp á og ég náði varla að fylgjast
með þessu lengur.
Þessi bið var Guðmundi Felix
auðvitað afskaplega erfið og oft var
þetta þannig að hann átti bara að fá
fréttir í næsta mánuði, síðan í næsta
og síðan í mánuðinum þar á eftir,
þannig að þetta voru svona endur
tekin vonbrigði þegar það var alltaf
verið að fresta þessu.“
Endasprettur í endurhæfingu
Erla segir bókina því að mestu leyti
hafa verið tilbúna fyrir alllöngu
síðan, fyrir utan aðgerðarhlutann.
„Þannig að þetta er svona búið að
fylgja mér í öll
þessi ár og ég
au ð v i t a ð h e f
sömuleiðis, eins
og Guðmundur,
verið að bíða
eftir aðgerðinni,
sem varð sem
bet u r fer að
rau nver u leik a
núna.“
Erla byrjaði
síðan á loka
s p r e t t i n u m
skömmu eftir
aðgerðina og
lagði su mar
fríið sitt undir
skriftir og frá
gang. „Það er í
rauninni bara
mjög stuttu eftir aðgerðina sem
franska forlagið hefur samband við
mig og spyr hvort ég sé ekki til í að
klára þetta núna.“
Erla minnist þess að eftir aðgerð
ina hafi hún hikað við að athuga
hvort Guðmundur Felix væri tilbú
inn til þess að klára bókina. „Eftir
aðgerðina vissi ég ekki alveg hver
rétti tímapunkturinn væri og hvort
við ættum eftir aðgerðina að fara að
klára þetta. Vegna þess að hann var
náttúrlega að jafna sig og á fullu í
endurhæfingu.
En síðan bara kom þessi póstur
frá franska forlaginu, þannig að
þau voru greinilega alveg að fylgj
ast með. Og fréttir af aðgerðinni
voru náttúrlega mjög fyrirferðar
miklar í Frakklandi,“ segir Erla og
bætir við að Guðmundur Felix hafi
fengið sendar fréttir úr fjölmiðlum
í flestum heimsálfum.“ ■
Bókin kláruð þegar hendurnar komu
Erla vonast til
þess að hitta
Guðmund Felix
í lok næstu viku
en gangi allt upp
kemur hann til
Íslands þrátt
fyrir að vera á
fullu í endur-
hæfingu í Frakk-
landi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
toti@frettabladid.is
Embla Gísladóttir, tólf ára nemandi
í Kársnesskóla, og vinkonur hennar
þrjár, Katrín Ásta Benjamínsdóttir
Wheat, Þorgerður Bryndís Blomst
erberg og Karolína Ósk Guðmunds
dóttir, mættu með gleði og hlýju í
Austurstræti á fimmtudagskvöld,
þegar þær seldu kakó og kleinur á
förnum vegi.
Hugmynd vinkvennanna um að
selja kakó og kleinur í þágu góðs
málefnis kviknaði þegar Embla
horfði á nýju íslensku barnamynd
ina Birtu og langaði að láta gott af
sér leiða með svipuðum aðferðum
og jafnaldra hennar og aðalpersóna
myndarinnar.
„Ég talaði við vinkonur mínar
og hringdi svo í ömmu Öddu
sem hjálpaði mér við að steikja
helling af kleinum,“ segir Embla.
Vinkonurnar hjálpuðust að við
að laga heitt súkkulaði og setja
piparkökur í poka með slaufum.
Þá útbjuggu þær auglýsingaskilti og
verðskrá en allur ágóðinn rennur
til Barnaspítala Hringsins.
„Við ætlum að halda þessu áfram
fram að jólum þegar við erum ekki
á æfingum eða í skólanum og við
vonumst til að sjá sem f lesta og
safna sem mestu,“ segir Embla sem
var mjög áfram um að fá umfjöllun
í Fréttablaðinu og hvergi annars
staðar.
Fyrsta kakókvöldið var í gær og
þá kláraðist kakóið á aðeins þrjátíu
mínútum. „Við ætlum að passa að
hafa nóg næst,“ segir Embla reynsl
unni ríkari, en stelpurnar eru allar
komnar með sinaskeiðabólgu af
kleinusteikingu. ■
Kakóið kláraðist á þrjátíu mínútum
Embla, Katrín
Ásta , Þorgerður
Bryndís og
Karolína Ósk
Guðmunds-
dóttir láta gott
af sér leiða í
jólabirtunni.
MYND/AÐSEND
„Það er alltaf svo mikið af ótrúlega
góðum bókum og ég einhvern veg
inn er aldrei að bíða eftir neinu til
að lesa. Ég er bara að saxa á listann,“
svarar rithöfundurinn Bergþóra
Snæbjörnsdóttir, aðspurð hvort
hún sé að bíða eftir ákveðinni bók
í jólapakka.
Hún nefnir þrjár bækur sem hún
er að lesa þessa dagana og þar er að
sjálfsögðu efst á blaði bókin Arnald
ur Indriðason deyr, eftir kærastann
hennar, Braga Pál Sigurðarson. „Ég
verð náttúrulega að segja Arnaldur
Indriðason deyr, ég er búin að lesa
hana mjög oft. En ég var að lesa
hana í síðasta sinn fullkláraða.“
Myrkrið milli stjarnanna –
Hildur Knútsdóttir
„Ég las hana bara á einu kvöldi,
mann langar ekkert að leggja hana
frá sér.“
Óskilamunir –
Eva Rún Snorradóttir
„Hún er svona óþægileg, það er alltaf
eitthvað undirliggjandi. Eitthvað
sem marrar undir,“ segir Bergþóra.
„Þetta er fyrir mér eiginlega skáld
saga, en þarna eru margar stuttar
sögur. Sögumaðurinn er síðan allt
af sá sami, þannig að þetta er eins
og bræðingur af smásagnasafni og
skáldsögu,“ segir hún.
Herbergi í öðrum heimi –
María Elísabet Bragadóttir
„Sjitt, hvað hún er góð, ég varð eigin
lega græn af öfund! Hún situr í og er
svo vel skrifuð.“ ■
Las morðsögu
kærastans oft
Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöf-
undur reynir reglulega að saxa á
listann af ólesnum bókum.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
■ Hvað ertu
að lesa?
Bergþóra Snæbjörnsdóttir
rithöfundur
76 Lífið 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 11. desember 2021 LAUGARDAGUR