Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 6
Frá ritstjóra
Lifum við nýja Sturlungaöld? Old harðrar valdabaráttu, sundrungar og
félagslegrar upplausnar? Samlíkingin kann að virðast langsótt, en engu að
síður má finna ýmsar hliðstæður sem vert er að hugleiða, einsog Guðrún
Nordal, nýráðinn forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, gerir í
þessu hefti Skírnis. Hið merka heimildarit þrettándu aldar, Sturlunga,
kemur víða við sögu að þessu sinni: Úlfar Bragason skrifar um lýsingu
Sturlu Þórðarsonar á Flugumýrarbrennu, sem einmitt er viðfangsefni í
verðlaunabók Einars Kárasonar, Ofsa, sem Dagný Kristjánsdóttir rit-
dæmir. Það er ekki nema von að þessi tími leiti á hugann þegar við Islend-
ingar þurfum að gera upp hrun fjármálakerfis okkar síðastliðið haust. En
það þarf líka að skoða alþjóðlegt samhengi þessa hruns, eins og Már
Guðmundsson gerir í fróðlegri umfjöllun um alþjóðlegu fjármálakrepp-
una, rætur hennar og viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Kreppan er einnig
kveikjan að hugleiðingu Páls Skúlasonar um lífsgildi Islendinga og deilu-
grein Stefáns Snævarrs um frjálshyggjuna sem birt er í Skírnismálum.
Forn fræði koma einnig við sögu, með ólíkum hætti, í greinum Svein-
bjarnar Rafnssonar, Tryggva Gíslasonar og Bergsveins Birgissonar sem
fjallar um fagurfræði dróttkvæða og tengir hana við framúrstefnur síð-
ustu aldar í afar nýstárlegri grein. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að
dróttkvæðin séu „gullnáma, einmitt vegna þess að þau hafa allt aðra fag-
urfræði, náttúruskynjun og lífsskilning að geyma en við eigum að venj-
ast“. Eittfrægasta verk módernismans, Finnegans Wake eftir James Joyce,
er einmitt umfjöllunarefni Magnúsar Sigurðssonar, en Guðni Elísson
skrifar um skáldkonuna Sigurbjörgu Þrastardóttur. I bókmenntaþættin-
um er birtur nýr ljóðabálkur eftir Jóhann Hjálmarsson og Einar Hreins-
son ritdæmir nýútkomið verk um Grím Jónsson amtmann.
í fyrsta sinn er myndlistarmaður Skírnis ljósmyndari, Guðmundur
Ingólfsson, og fjallar Einar Falur Ingólfsson um verk hans. Guðmundur
á einnig forsíðumynd Skírnis, sem sýnir stórbrotinn minnisvarða um ís-
lensku þensluna.
Þann 20. janúar á þessu ári lést Helgi Hálfdanarson, mesti afreks-
maður í hópi íslenskra þýðenda frá því Jón Þorláksson á Bægisá var á
dögum. Um verk hans verður fjallað í hausthefti Skírnis, en þess má geta
að á þessu ári mun Hið íslenska bókmenntafélag gefa út þýðingu hans á
merkri bók Jan Kotts, Shakespeare á meðal vor.
Halldór Guðmundsson