Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 90
88
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍ’RNIR
gullsins, en víg hennar —fyrsta fólkvíg í heimi — boðar átök sem
leiða til ragnaraka, endaloka hinna heiðnu guða og heiðins heims.5
En völvan sér nýja jörð rísa úr sæ og nýjan heim á jörðu og himni
sem felur í sér von, þótt yfir hvíli ógn í líki dreka:
Þar kemur hinn dimmi
dreki fljúgandi,
naður fránn neðan
frá Niðafjöllum.
Ber sér í fjöðrum,
flýgur völl yfir,
Niðhöggur nái,
nú mun hún sökkvast.6
[63]
Vegna þessa hefur Völuspá verið kölluð hin heidna heimssaga og
talin ort á mótum heiðni og kristni. Uppistaða kvæðisins er heiðin
en ívaf þess kristin og biblíuleg viðhorf.7 Frásagnaraðferðin minn-
ir á kvikmyndir samtímans þar sem hröð myndskeið lýsa mikil-
fenglegum atburðum og farið frá einni mynd til annarrar svo að á
stundum virðist kvæðið harla sundurleitt. Hins vegar þarf engan
að undra slíkt. Völuspá er að formi og gerð leiðslukvæði — spá
völvu, og völvan er í leiðslu — sér of alla heima, eins og sjálfur
Óðinn, guð galdurs og rúna. Þess hefur einnig verið getið til að
kvæðið hafi verið flutt við heiðnar helgiathafnir og einstakir at-
5 Hugmyndir manna um að völvan, sú sem segir fram kvæðið, sé sama persóna og
Gullveig og Heiður, sem síðar er nefnd í Völuspá, er mikill misskilningur á
kvæðinu, þótt ekki verði um það fjallað í þessari grein.
6 I þessari grein er vitnað til Völuspár eftir útgáfu Gísla Sigurðssonar, Eddukvœði.
Reykjavík: Islensku bókaklúbbarnir, 2001.
7 Sem dæmi um fjölmörg biblíuleg áhrif í Völuspá má taka lýsingar ofangreindrar
vísu sem minna á frásagnir Opinberunarbókarinnar þar sem segir: „Annað tákn
birtist á himni: Mikill dreki rauður er hafði sjö höfuð og tíu horn og á höfðunum
sjö ennisdjásn. Með halanum dró hann þriðja hlutann af stjörnum himinsins og
varpaði þeim ofan á jörðina. [...] Þá hófst stríð á himni: Mikael og englar hans
fóru að berjast við drekann. Drekinn og englar hans börðust á móti en fengu eigi
staðist og héldust heldur ekki lengur við á himni. Og drekanum mikla var varpað
niður, hinum gamla höggormi sem heitir djöfull og Satan og afvegaleiðir alla
heimsbyggðina, honum var varpað niður á jörðina, og englum hans var varpað
niður með honum. Opinberun Jóhannesar 12,3—4, 7-9. Biblían. Reykjavík: Hið
íslenska biblíufélag, JPV útgáfa, 2007.