Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 136
134
BERGSVEINN BIRGISSON
SKÍRNIR
(1977), þar sem hann sýnir hvernig hetjan í goðsögnum, konunga-
og íslendingasögum, þ.e. sú manneskja sem býr yfir ofurmannleg-
um kröftum, jákvæðum eða neikvæðum, er alltaf afsprengi and-
stæðra þjóðfélagshópa, eða réttara sagt blendingur þeirra sem eru
innan og þeirra sem heyra til utan samfélagsins.
Dæmi um andstæðuspennu í víðara kvæðasamhengi, sem einnig
sýnir okkur inn í trúarlegar og tilvistarlegar víddir andstæðuhugs-
unarinnar, er að finna í Haustlgng Þjóðólfs úr Hvini (15. vísu).
Þar lýsir skáldið dramatískum fundi Þórs og jötunsins Hrungnis.
I vísunni, sem gefur til kynna að sköpunarsagan í Snorra-Eddu
hafi verið hluti af vitund fornmanna, er því lýst hvernig loftið
(ginnunga vé) brennur, um leið og jörð er lamin af hagli og snjó
(,brundin grápi) þegar goðið og jötuninn mætast — jörðin er við
að bresta (SvQÍnis ekkja gekk seðr sundr) bætir skáldið við (IB:
17). Með því að láta ,hrímina og blæ hitans' mætast, miðlar skáldið
okkur að þeir sömu kosmísku kraftar sem sköpuðu heiminn séu
nú virkjaðir á ný og vandséð um úrslitin að þessu sinni. Við sjáum
að hér mætti miklu frekar tala um lifandi trúarhugmynd en fag-
urfræðilega stílkennd. Þegar kafað er ofan í Ynglingatal, hitt meg-
inkvæði Þjóðólfs frá lokum 9. aldar, finnur maður að sama skapi
andstæðuspennuna sem ríkjandi fagurfræðimarkmið, en þó frekar
á hinu gróteska birtingarformi, líkt og Svanhildur Óskarsdóttir
(1994) hefur gefið dæmi um. Þetta birtist ekki aðeins í kenningun-
um sjálfum, heldur og í heildaráhrifum erindanna, þar sem and-
stæðir hugdilkar rekast á í sífelldri spennu, svo sem nefnt var um
Hel hér að ofan. Nefna mætti 10. vísu kvæðisins sem annað dæmi.
Þar segir frá ólánssama konunginum Agna, sem hengdur var um
miðja nótt í hálsmeni konu sinnar, Skjálfar. Forsagan er sú að Skjálf
er að hefna sín á Agna með hengingunni, því hann hafði gert hana
að eiginkonu sinni með valdi eftir að hafa drepið hennar nánustu:
Þat telk undr,
ef Agna her
Skjalfar rpð
at skppum þóttu,
þá’s gœðing
með gollmeni