Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 94
92
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍRNIR
3
Fram hafa komið kenningar um að kvæði, sem einungis eru varð-
veitt í munnlegri geymd í samfélögum sem eiga sér ekkert ritmál,
eigi sér enga upphaflega eða rétta gerð heldur hafi hver flytjandi,
sagnasöngvarinn, stöðugt endurgert kvæðin og ekki flutt kvæðin
eins í nein tvö skipti. Kenningar þessar eru byggðar á rannsókn-
um á kvæðum sagnasöngvara sem sungu á serbnesku eða serbó-
króatísku.18 Kenningar þessar eiga að litlu leyti við um Eddu-
kvæði og önnur íslensk kvæði miðalda. Astæðan er í fyrsta lagi sú,
að ritöld með latínuletri hófst á Islandi þegar á lltu öld, skömmu
eftir að dróttkvæði þau og Eddukvæði, sem enn eru þekkt, voru
ort. I öðru lagi gerðu Islendingar á fyrra hluta 12tu aldar sér ljósa
grein fyrir bókmennta- og ritmálshefð sinni eins og fram kemur í
íslendingabók og Fyrstu málfrœdiritgeróinni, en ritgerð sú er ein-
stakt verk í norðanverðri Evrópu á þessum tíma þar sem fengist er
við að greina hljóðkerfi og íslenskt ritmál og móta íslenska rétt-
ritun á grundvelli hljóðungafræði. Völuspá og önnur Eddukvæði
— svo og dróttkvæði — hafa einnig verið skrifuð upp með latínu-
letri þegar í upphafi ritaldar — og hugsanlega enn fyrr með rúna-
letri, eins og áður var að vikið.
Af þessum sökum er unnt að tala um upphaflega gerð Eddu-
kvæða, ekki síst yngri kvæðanna, en meðal þeirra er Völuspá. Auk
þessa eru Eddukvæði og annar íslenskur miðaldakveðskapur af
öðrum toga og til orðinn við aðrar aðstæður en fyrrgreindir
sagnasöngvar frá Balkanskaga, þar sem var bókarlaust land. Drótt-
kvæði og Eddukvæði, þýðingar á kirkjulegum ritum, fræðirit og
sagnarit af margvíslegu tagi og önnur bókariðja var hins vegar eitt
höfuðeinkenni íslensks samfélags þegar á fyrra hluta 12tu aldar,
hverjar sem ástæður þess kunna að hafa verið.19
18 Lord, Albert, Singer of the Tales. Cambridge, MA: Harvard University Press, 1960.
19 Sigurður Nordal segir í bók sinni Islenskri menningu eitt óyggjandi: að
Eddukvæði hafi hvergi verið skráð nema á íslandi. Elstu kvæðin hafi borist til
Norðurlanda að sunnan og „suðrænu hetjukvæðin" síðan orðið „fyrirmyndir
norrænna kvæða sama eða svipaðs efnis“. Væru þau flestöll frá lOdu öld „þó að
smábrot eða sctningar í þeim megi rekja lengra aftur, — og örfá úr kristnum sið“.
Sigurður Nordal, Islenzk menning I. Reykjavík: Mál og menning, 1942, bls. 155.