Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 149
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
147
nefndum í upphafi, sem hafði kallað kenningarnar „hefðbundnar,
staðlaðar líkingar í Islendinga sögum“. Um hina góðu skáldlegu
mynd segir Caillois:
Fjarlægð er ekki nóg, það verður líka að vera nákvæmni (justesse). Satt er
það, að mér þykir harla léttvægt að bera epli saman við appelsínu, en það
er engu skárra að líkja ketti við flautu ... Reyndar er það svo að það eina
sem gerir hugarmynd áhrifaríka er sláandi svipur (hliðstæðnanna) sem allt
í ytra umhverfi neitar. Fjarlægðin verður að vera stór og hið augljósa
hafið yfir allan vafa: sjokkið stafar af þessu. (Frank 2003: 317-318; mín
þýðing).38
Ég myndi halda að ekki aðeins norrænu fornskáldin heldur og
mörg súrrealísk skáld væru sammála þessum skilningi á hinni
góðu skáldlegu mynd. Sem fulltrúa fyrir fornskáldin má leita í
smiðju bóndans á Borg, Egils Skalla-Grímssonar, og skoða sverð-
kenningu nokkra undarlega í H(>fublausn (8. vísu, sjá IA: 37). Þar
kennir skáldið sverðið sem Eiríkur blóðöx og hans menn sökkva í
haus fjendanna sem heinsQÓul, eða sgðul heinar (brýnis) ef við
leysum upp eignarfallsformið. Það sem fyrst vekur eftirtekt er
fjarlægðin milli hugarmyndanna: Sverði, oddhvössum, aflöngum
og gljáandi járnhlut, er líkt við brúnt og breiðleitt fyrirbæri úr
leðri, söðul, sem myndi kallast ílát (container) í líkingafræðum, og
væri lítil nautn í því að hlamma bakraufinni upp á heinsöðulinn
(sjá mynd 8).
Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á Agli sem sögulegri
persónu eða manni í skáldsögu eftir Snorra Sturluson, sjáum við
að sá sem orti virðir að vettugi boð Aristótelesar og klassískrar
fagurfræði um skýrleika líkinga. Hér fer hvorki ,með líkindum
né eðliý sverð og söðull tengjast hvorki er varðar útlit né hlut-
verk — hafi Snorri ort, mætti hafa líkinguna til marks um vægan
geðklofa þess sem annars boðar klassíska líkingahugsun. Hvernig
38 Textínn á ensku: „Distance is not enough: there must also be justesse. True, I do
not find it very satisfying to compare an apple to an orange, but it is no better
to compare a cat to a flute ... Actually, the only thing that endows an image
with efficacy is a striking similarity that everything around it denies. The
distance must be great and the obviousness beyond dispute: the shock stems
from this.“