Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 144
142
BERGSVEINN BIRGISSON
SKÍRNIR
Á þessum nótum hef ég haldið því fram að þessa fagurfræði elstu
kvæða megi ekki aðskilja frá minnistækni sem hefur verið afgerandi
fyrir varðveislu dróttkvæða í munnlegri hefð. Myndir kenninganna
hafa virkað sem stuðningur við minnið þar sem engin var skriftin til
að reiða sig á, og þannig hefur mér virst að eina leiðin til að fá
dróttkvæða vísu til að sitja í langtímaminni sé sú að sjá fyrir sér
myndmál vísunnar og láta myndirnar síðan koma sér á sporið við að
rifja upp kenningarnar og hendingarnar. Orðsifjar benda til þess að
norðurbúar hafi haft samband við þessa mannlegu minnisnáttúru og
um leið kjarna allra minniskerfa, þ.e. ætli maður að muna eitthvað
verður maður að gera sér mynd af því. Orðið mynd, sem í norrænu
máli var sennilega skilið sem ,hugarmynd‘ eða ,skynmynd‘ (sbr.
Ásgeir Blöndal Magnússon 1989), er að öllum líkindum leitt af sögn-
inni að muna. Kenningakerfið bendir enn frekar til þess að forn-
menn hafi vitað hverskonar myndir var auðveldast að muna, og hafa
því brynjað kvæði sín gagnvart gleymskunni með fjarstæðumynd-
unum — hér er í raun um ,náttúmlega‘ minnisaðferð að ræða, og
norræna kenningakerfið mætti sjá sem kerfisbundna framsetningu
þessarar náttúralegu minnisaðferðar. Mikilvægt er að gæta sín á að
beita nútímalegum hugdilkadrætti (categorizing) á þennan skáld-
skap. Um leið og samranamyndirnar hafa virkað sem minnisstuðn-
ingur, vora þær líka til vitnis um trú, náttúraskynjun og lífskennd
viðkomandi. Hið fagra hefur sjálfsagt aldrei verið fyllilega skilið frá
því gagnlega, hið fagra var einnig fagurt því að það festist manni auð-
veldlega í minni líkt og feit kona getur verið fögur þar sem sultur
ógnar tilvera manna. Því hef ég freistast til að tala einnig um and-
stæðuspennuna sem nokkurskonar ,minnis-fagurfræði‘.33
Ef við nú leiðum hjá okkur grísk-rómversku kredduna um
skýrleika (claritas) og ,náttúraleika‘ hugarmynda og líkinga, mætti
t.d. fylgja Gaston Bachelard og líta á myndir dróttkvæðu kenning-
arinnar sem fulltrúa fyrir hina góðu skáldlegu mynd, því einkenni
slíkrar myndar er einmitt „hið flöktandi og að hluta til óskýra“, en
„hin stöðuga og fullkomna mynd klippir vængi af ímyndunaraflinu“
(sjá Gaudin 1987: xlviii, fríAir et les songes; mín þýðing).
33 Nánar um minnislæga virkni dróttkvæðra kenninga, sjá Bergsvein Birgisson
2008a: 111-143; 2009.