Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 126
124
BERGSVEINN BIRGISSON
SKÍRNIR
1990; Steinsland 1991). Segja má að níð í norrænni hefð kasti einna
gerst ljósi á virkni andstæðna í samfélaginu, einkum ef við fylgjum
skilningi Meulengrachts Sorensen (1983: 25) á níði sem aðferð til
að rjúfa mörkin milli manns og konu, manns og dýrs eða manns
og jötuns, eða afnema það samfélagslega tabú sem aðskildi frjáls-
an mann frá þræli. Alvara níðsins hlýtur að byggjast á þeirri vissu
að slíkir hugdilkar (categories) eigi og verði að haldast aðskildir
sem reglugefandi andstæður. Hitt hefur þó vakið minni athygli
hvernig andstæðurnar (sem vissulega eru líka í okkar menningu)
virðast hafa afgerandi fagurfræðivirkni í elstu dróttkvæðum.
Ef til vill er villandi að tengja andstæðuspennuna í kvæðum
elstu skálda við svo loðið hugtak sem fagurfræði; hún á sér að
öllum líkindum djúpar rætur í heiðinni trú og lífsskilningi. I fyrsta
lagi vil ég benda á að heimurmn sjálfur verður til þar sem and-
stæðurnar rekast á:
Sva sem kallt stoð af Niflheimi ok allir lvtir grimmir, sva var alt þat, er visi
namvnda Mvspelli, heitt ok liost, en GÍNvngagap var sva hlætt sem lopt
vindlaust; ok þa er mættiz hrimin ok blær hitans, sva at braþnaði ok
draup, ok af þeim kviqv-dropvm kviknaþi með krapti þes, er til sendi hit-
ann, ok varþ maNz likaNdi, ok er sa nefndr Ymir, en hrimþvssar kalla
hann Avrgelmi, ok erv þaðan komnar ættir hrimþvssa... (Finnur Jónsson
1931: 12)25
Annað dæmi um tilvistarlegan skilning á andstæðunum finnum
við í goðsögninni um Fenrisúlfinn og fjöturinn Gleipni. Líkt og
Hallvard Lie (1952: 45) hefur haldið fram má ætla að „kraftheim-
spekilegur skilningur hinna gömlu“26 liggi að baki sögninni, en ég
myndi tiltaka nánar að í Gleipni sameinist ekki aðeins ,hið ósam-
ræmanlega' eins og Lie benti á, heldur samanstendur fjöturinn
einmitt af grundvallarandstæðum eins og landi og sjó í anda
fisksins, landi og lofti ífogls hráka og manni og konu í skeggi
konunnar, auk þess sem dynr kattarins byggist á andstæðudilkum
hins stóra og smáa. Við nánari athugun er fjöturinn ofinn úr
pörtum sem eru byggðir upp alveg eins og kenningar, þótt tákn-
25 Sama kemur fram í Vafþrúónismálum (31. vísu).
26 „... kraftfilosofisk oppfatning hos de gamle.“