Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 95
SKÍRNIR
HÖFUNDURVÖLUSPÁR
93
4
Margt hefur verið ritað um uppruna og heimkynni Eddukvæða,
ekki síst um aldur, uppruna og heimkynni Völuspár. Enn er
margt ósagt og öll kurl hvergi nærri til grafar komin. Fornleifa-
rannsóknir á Islandi og annars staðar eiga t.a.m. eftir að auka
þekkingu á miðöldum sem koma mun að gagni þegar fjallað
verður um uppruna, aldur og heimkynni kvæðanna. Frekari rann-
sóknir á máli og bragfræði Eddukvæða munu einnig auka okkur
þekkingu, auk þess sem rannsóknir í samanburðartrúfræði eiga
eftir að skila okkur fram á veg. Má í því sambandi minna á rann-
sóknir Péturs Péturssonar sem telur að dómsdagsmyndir frá mið-
öldum kunni að hafa verið fyrirmyndir að lýsingum Völuspár á
endalokum heimsins.20
Hér verður ekki fjallað sérstaklega um uppruna, heimkynni og
aldur Völuspár. Aðeins skal þess getið að Finnur Jónsson færði
fyrir því rök að flestöll Eddukvæði — þar á meðal Völuspá —
væru ort í Noregi. Björn M. Ólsen taldi kvæðin hins vegar flest
íslensk.21 I útgáfu sinni á Völuspá fjallaði Sigurður Nordal um
feril kvæðisins, umgjörð þess, uppistöðu og aldur svo og um skáld-
ið sjálft. Taldi hann allt benda til þess að Völuspá væri ort rétt fyrir
aldamótin 1000 og „varla hugsanlegt, að kvæðið sé ort eftir fulln-
aðarsigur kristninnar, en ekki heldur fyrr en stórar öldur voru
teknar að rísa af kristniboðinu“.22 Þetta er einstrengingsleg af-
staða. Ekkert sýnist mæla gegn því að Völuspá sé ort snemma á
lOdu öld, um miðja öldina — eða jafnvel eftir kristnitökuna.23
Kristnitakan á sér langan aðdraganda og öll Norður-Evrópa var
20 Sjá Pétur Pétursson, „Völuspá and the tree of life: A product of a culture in a
liminal stage“, 2006. Old Norse religion in long-term perspectives: Origins,
changes, and interaction. An international conference in Lund, Sweden, Tune
3-7, 2004.
21 Sjá greinar þeirra í Tímariti Hins íslenzka bókmenntafjelags XIV 1893 og XV
1894.
22 Sigurður Nordal, Völuspá, bls. 178.
23 Sem dæmi má taka að orðin „Bjprt verðr sól at svartri / sokkr fold í mar
dokkvan" í vísu Arnórs jarlaskálds, sem talin er ort um 1065, gætu t.a.m. verið
runnin frá sameiginlegri eldri heimild og orðalag Völuspár hinnar skömmu
segir lítið um aldur Völuspár.