Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 200
198
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
safnað til alfræði, m.a. annálsgreinum.15 Má vera að hann hafi einnig
tekið saman minnisgreinar eða safn til sögu sinnar, áður en hann
hóf að setja hana saman, og síðari hluti hennar varð aldrei nema
viðbætur við aðrar sögur. Nýlega hefur Helgi Þorláksson bent á
að Sturla hafi ef til vill hafið að setja Islendinga sögu saman á 7.
áratug 13. aldar þótt hann hafi að öllum líkindum ekki ritað/
látið rita frásagnir af atburðum eftir 1242 fyrr en undir lok ævi
sinnar.16
Ef það er rétt að frásögnin um Flugumýrarbrennu hafi ekki
verið sett saman fyrr en um 1280 hafa verið liðin nærfellt þrjátíu
ár frá atburðinum. Sturlunga segir:
Þá er brenna var á Flugumýri, var liðit frá Önundarbrennu fjórum vetr-
um fátt í sex tigu vetra, en frá Þorvaldsbrennu hálfr þriði tigr vetra.
Þessi tíðindi spurðust brátt, ok þótti öllum vitrum mönnum þessi
tíðindi einhver mest hafa orðit hér á íslandi, sem guð fyrirgefi þeim, er
gerðu, með sinni mikilli miskunn ok mildi. (493)
Orð þessi, hvort sem þau hafa staðið í Islendinga sögu eða eru
viðbót samsteypuritstjórans, vitna um að samtímamenn litu á
brennur sem ósköp eða sálræn áföll (trauma).17 Þess vegna voru
þær ekki aðeins minnisstæðar heldur var skylt að minnast þeirra
bæði af því þær vörðuðu við lög og sem víti til varnaðar.18 Ymis-
legt ruglast þó í minni á skemmri tíma en mannsaldri. Sýnt hefur
verið fram á að minningar um skelfilega reynslu brenglast ekki
síður en aðrar og því alls ekki unnt að treysta munnlegum heim-
ildum að óreyndu.19 Heimildir Islendinga sögu hafa verið bundn-
15 Stefán Karlsson. „Alfræði Sturlu Þórðarsonar", í Sturlustefna, bls. 37-60.
16 Helgi Þorláksson. „Sturla Þórðarson, minni og vald“, bls. 320-21; til saman-
burðar má geta þess að enskir sagnaritarar á síðmiðöldum virðast allir hafa
verið miðaldra eða eldri enda var talið að menn öðluðust hyggindi með aldrin-
um, sjá Given-Wilson, Chronicles, bls. 61-62.
17 Pétur Sigurðsson taldi augljóst að ritstjórinn hefði skotið þessari smágrein inn
í frásögnina, sjá Um íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, bls. 114-15.
18 Sbr. Given-Wilson. Chronicles, bls. 60-61; sjá ennfremur Guðrún Ása Gríms-
dóttir, „Um sárafar í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar“, bls. 187-88.
19 Douwe Draaisma. Why Life Speeds Up Æs You Get Older: How memory
shapes ourpast, Arnold og Erica Pomerans þýddu, Cambridge: Cambridge U.P.,
2004, bls. 107-30.