Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 116
114
BERGSVEINN BIRGISSON
SKÍRNIR
allt í kringum sig með þeim rökum að slíkir hlutir hvorki eru,
geta verið, né hafa verið“ (Gombrich 1978: 83; mín þýðing)11, og
talar fyrir hinu sanna formi grískrar skynsemishyggju.
Það segir sig næstum sjálft að slík listræn hugsun yrði til að
knýja fram kröfu um samræmi (harmoni) og skýrleik (claritas) er
kom að myndmáli bókmenntatexta. Þó ekki sé vitað til að Snorri
Sturluson (Snorra-Edda) eða Ólafur hvítaskáld (Þriðja málfræði-
ritgerðin) hafi haft verk Hórasar (1. öld f.Kr.) eða Quintillians (1.
öld e.Kr.) í sínum kamesum, má ætla að þeirra rómversku fyrir-
myndir, Donatus og Priscianus, hafi miðlað kenningum eldri
hefðar í mælskulistarfræðum sínum. Hjá rómversku lærimeistur-
unum er ekki dregin fjöður yfir kröfuna um hið myndræna sam-
ræmi. Hvað varðar líkingar (metaphora) myndar hugsun Aristó-
telesar kjölfestu klassískrar fagurfræði þar sem „líkingin einkenn-
ist framar öllu öðru af skýrleika, geðfelldni og framandleika og
verður ekki fengin hjá öðrum" (Aristotle 1987: 136; mín þýðing;
Rhetoric, III 2.1405a4).12 Þótt Aristóteles eigi það e.t.v. sammerkt
með elstu dróttkvæðaskáldum, líkt og öllum stórum skáldum, að
bera lof á frumlegar líkingar, þá skilja leiðir þar sem Aristóteles
leggur áherslu á ,skýrleika‘ og ,geðfelldni‘. Segja má að samskon-
ar líkingahugsun komi fram í riti hans Um skáldskaparlistina: „Því
þær [líkingarnar] eru það eina, sem ekki verður fengið hjá öðrum,
en eru merki um snilligáfu, og til að gera góðar líkingar þurfa menn
að hafa auga fyrir því, hvað er líkt“ (Aristóteles 1976: 85).
Höfuðregla klassískrar fagurfræði hvað myndmál varðar er að
maður haldi sig við sömu myndina og maður byrjar með, því annað
er, eins og Quintillian skrifar, „inconsequentia rerum foedissima“,
þ.e. rof á náttúrlegri skipan hlutanna og slíkt er ljótt.13 Fræg eru
upphafsorð Hórasar í riti hans um skáldskaparlistina {Ars Poetica),
11 „Such things neither are, nor can be, nor have been.“
12 í enskri þýðingu Jankos: „...metaphor most of all has clarity, pleasantness and
unfamiliarity, and it cannot be acquired from another." Grískufræðingar hafa
tjáð mér að þýðing hans sé nákvæmust, og ekki hef ég fundið rit Aristótelesar
um mælskulistina á íslensku.
13 Vitnað eftir Hallvard Lie 1952: 48, sem skrifar að þessi orð Quintillians: „...
gjor jo nesten inntrykk av i være et direkte forelegg for Snorres uttalelse om
nykrat i Háttatalkommentaren."