Strandapósturinn - 01.06.1967, Side 11
ÞORSTEINN MATTHÍASSON:
Svipmyndir úr lífi Strandapósta
Hver sá, sem leggur leiðina um Strandir norður, hlýtur að
veita því athygli hve víða eru þar torleiði milh byggða, enda
var það svo fyrr á árum, að menn tróðu ekki þær slóðir nema
til þess teldist brýn nauðsyn. Mátti því segja, að hver byggð
væri ofurlítill heimur út af fyrir sig, þar sem fólkið sat að sínu
og mótaði lífshætti, sem oft voru sérstæðir þegar miðað var við
þau héruð, sem lágu í alfaraleið.
Landslagi er þann veg háttað, að víða eru hamrar allt í
sjó fram og erfitt um að komast, öðrum en þeim, sem vel
kunnugir eru og hafa nokkurn færleik til að bera. Það mátti
því teljast föst venja þar sem svo hagaði til milli bæja, að lítt
fært var talið ókunnugum, að þá var honum fylgt þar framhjá,
sem örðugast var um að komast.
Eftir að póstur fór að halda uppi föstum ferðum norður
Strandir, var mjög eftir því sótzt að verða honum samferða.
„Þar kemur aldrei póstur,“ segir í Ferðabók Þorvaldar Thor-
oddsen og er þá átt við Ofeigsfjörð, en þar var hann á ferð
1886—1887.
Fyrstu póstferðir norður eftir Strandasýslu munu hafa verið
frá Bæ í Hrútafirði, er þar var sýslumannssetur, síðar frá Mel-
um, því árið 1875 gengu Norðurlandspóstar þangað. Árið 1880
var póstleiðin lengd norður á Kúvíkur við Reykjarfjörð.
Síðar varð sú breyting á póstferðunum að Norðurlandspóst-
ur lagði af sér þann flutning, sem á Strandir átti að fara á Stað
í Hrútafirði, en þangað fór þá Strandapósturinn.
Sumarið 1891 annaðist póstferðimar Ásgeir Jónsson bóndi á
Stað og síðar Búi, sonur hans. Árið 1905 tók við póstafgreiðsl-
unni séra Eiríkur Gíslason prófastur og eftir hann Gísh, sonur
hans.
9