Strandapósturinn - 01.06.1967, Side 14
Kona Benedikts Benjamínssonar var Finnfríður Jóhannsdóttir,
fósturdóttir Guðjóns Guðlaugssonar, alþm., frá Ljúfustöðum.
Nú er ég staddur heima hjá Benedikt Benjamínssyni, og hann
ætlar að gefa mér ofurlitla svipmynd af lífinu frá þeim tíma,
sem hann gegndi því mikilsverða hlutverki að vera boðberi milli
byggðanna á Ströndum.
— Ég neita því ekki að ég hálfkveið fyrir að leggja út í þessar
ferðir, en þá var nú ekki rúmt um atvinnu eða margra kosta völ.
Ég réðist til þessa starfa fyrir áeggjan Magnúsar Péturssonar,
sem þá var læknir á Hólmavík og Guðjóns Guðlaugssonar fyrrv.
alþ>m., sem þá var fyrir Verzlunarfélagi Steingrímsfjarðar, og ég
byrjaði póstferð mína, þá fyrstu frá Ófeigsfirði 8. ágúst 1918.
Þá var póstleiðin alla leið að Stað í Hrútafirði. Ég mætti
alls staðar ágætri fyrirgreiðslu og velvilja, og hvergi þurfti ég að
gjalda næturgreiða nema á Stað í Hrútafirði. Þar greiddi ég
jafnan fyrir mig. Ég reyndi aftur á móti að sýna fólkinu þá hjálp-
semi, sem mér var unnt, taka fyrir það sendingar, sem það
þurfti að koma bæja eða byggða á milli, en þessa greiðasemi
fékk ég margborgaða í fylgd og fyrirgreiðslu annarri, ef ég þurfti
þess með.
Segja má að þessi póstleið sé mjög erfið eða væri það á þeim
tíma, en það er öllum svo kunnugt að óþarfi er að vera að lýsa því.
— Hvað telur þú að verið hafi erfiðasti kafli leiðarinnar?
— Það fer nú ekkert á milli mála, að það er leiðin frá Ófeigs-
firði og það alla leið inn á Bala, og Balarnir eru ekki sízt erfiðir
vegna þess, að þar er ekki hægt að koma við skíðum að nokkru
ráði.
Frá Veiðileysu og inn í Kolbeinsvík er þó versti kaflinn á
leiðinni, því Veiðileysuófæra, sem er milli bæjanna Veiðileysu og
Byrgisvíkur, er mikið hættusvæði, þar sem um er að ræða grjót-
flug úr fjallinu og brim, sem fellur alveg upp í bergið, og varð því
oft að sæta sjávarföllum og gat þó orðið fullillt.
Inn sýsluna voru á þessum tíma allar ár óbrúaðar nema Víði-
12