Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 17
mildi að þetta skyldi ekki drepa mig. — Enda veit ég þess
fleiri dæmi, að fólk hefur hrapað í kleifinni og ekki hlotið skaða
af. — Sem dæmi má nefna, að kona féll fram af Slitranef-
inu og allt niður í fjöru, en það eru tugir metra. — Hún
hruflaðist aðeins lítilsháttar á hendi.
— Hvað var erfiðast við þessar póstferðir, þegar sleppt er
hinum hættulegu leiðum sem fara þurfti?
— Það var þessi mikli burður, hann var óskaplega þreytandi,
enda þótt það kæmist nokkuð upp í vana.
— Þú hefur nú sagt mér hve vel þér hafi verið tekið af fólk-
inu á ferðum þínum, en hvernig heldur þú að viðhorfið til pósts-
ins hafi verið á hinum afskekktustu bæjum, t.d. norður í Ofeigs-
firði?
— Sérstaklega vinsamlegt og gott, þarna var ekki margförult
og því oft nokkurra tíðinda að vænta, þegar pósturinn gekk í
garð. Fyrir kom að ég fór alla leið norður að Dröngum og var
þar um kyrrt í einn til tvo daga og sat þá í stórveizlu.
En þótt vetrarferðimar væm stundum erfiðar og jafnvel ógn-
vekjandi, þá var oft yndislegt að eiga þama leið um á vorin
og sumrin. Náttúmtöfrar Strandanna munu flestum ógleymanleg-
ir, sem þar hafa alið aldur sinn. Oft var ég þá í hópi góðra og
glaðra félaga, sem gjaman vildu eiga með mér samleið.
Eftir að póstleiðin styttist svo að ég þurfti ekki að fara lengra
en inn til Hólmavíkur, og síldarverksmiðjurekstur hófst á Djúpa-
vík og Eyri í Ingólfsfirði, þá var fjölgað ferðunum og fór
ég þá aðra. vikuna norður Bala og með byggð en hina vikuna
um Trékyllisheiði.
— Þú áttir oft góða hesta. — Er einhver þeirra þér sér-
staklega minnisstæður?
— Ég hef nú áður verið spurður svipaðrar spumingar — og
þá svaraði ég með þessari vísu:
Hef átt margan mœtan hest
mér er skylt þeim hrósi,
en mig hefur alltaf borið bezt
blessunin hann Mósi.
15