Strandapósturinn - 01.06.1967, Side 21
sem fyrirrennarar hans, aufúsugestur. Póststarfinu gegndi hann
til dauðadags, og mun þó ekki hafa gengið heill til skógar síðasta
starfsárið —• en það kom hvergi fram í því hlutverki, sem hon-
um var trúað fyrir. Þar var hann heill fram í síðustu för.
Kona Jóhanns, Ragnheiður Benjamínsdóttir, er ennþá á lífi,
nú háöldruð. Hún er systir Benedikts Benjamínssonar fyrrverandi
Strandapósts.
Að Jóhanni látnum, annaðist Einar sonur hans póstferðir um
hríð, og mun hann hafa látið svo um mælt, „að hann teldi sér
það mikinn frama að geta fetað þar í fótspor föður síns, ef sér
mætti takast að rækja starf sitt af sömu kostgæfni og hann og
avinna sér slíkt traust manna“. Mun mörgum hafa virzt sem
þetta væri heils hugar mælt og hann í sínum póstferðum ekki
gengið mjög fjarri þeirri slóð, er faðir hans tróð.
í þessum svipmyndum úr sögu þeirra Strandapósta, sem ég
hefi hér nefnt, eru ekki sagðar neinar staðbundnar svaðilfara-
sögur, sem þeir munu þó allir hafa upplifað. Ég hefi aðeins gert
hlraun til að bregða upp heildarmynd af lífi þeirra manna, sem
um áratugi voru boðberar frétta milli byggða, og fluttu inn í
lágreistar baðstofur einmana útskagabúa framandi heim í máli
°g myndum.
Mun nokkurn, sem að því hyggur, undra, þótt Strandapóstur-
mn sé í vitund eldra fólks sögupersóna, sem vert er að muna?
Það er að vísu djarft tiltæki að gefa þessu nýja ársriti Átthaga-
félags Strandamanna nafnið STRANDAPÓSTURINN. — En
Vlst viljum við vona að hann rísi undir nafni.
Þegar Strandapósturinn hefur göngu sína, þá kemur manni
ósjálfrátt í hug sá maður, sem öðrum fremur á í hugum nú-
Hfandi manna þetta heiti: Strandapósturinn Benedikt Benjamíns-
Son á Asmundarnesi, sem um langt árabil var póstur í Stranda-
syslu og lengst á leiðinni frá Hólmavik og norður í Árneshrepp.
Benedikt var afarduglegur ferðamaður og lét sér ekki ægja
19