Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 24
Þessi maður var Sigvaldi Kristjánsson frá Kjörseyri í Hrúta-
firði.
Ekki höfðum við lengi dvalizt þarna sem samstarfsmenn, þegar
okkur varð báðum ljóst, að við áttum eitt sameiginlegt hugðarefni
öðrum fremur. Hann unni hinum lágu línumjúku hæðum í
umhverfi Hrútafjarðar. Fjárgötumar, sem hann hafði farið sem
lítill drengur áleiðis inn til heiðanna, vom honum vinalegri slóð,
en malbik þess vegar, sem hann nú daglega gekk til vinnu
sinnar, enda þótt um það hefði hann engin orð. Það var ef til
vill blikið í augunum, þegar þessir hlutir bámst í tal, sem
ljóstruðu upp því leyndarmáli hugans „að til átthaganna andinn
leitar“.
Mín slóð hafði um ólíka staði legið — grýttar fjömr — brattar
brúnir og blöðruþang á hálli hlein. — En þó svipmyndir sama
héraðs.
Sjálfsagt vomm við Sigvaldi ekki líkari en landið, hvar við
shtum bamsskónum, en þó bárum við gæfu til samþykkis. Sem
starfsfélagi í skóla virtist hann hverjum manni vel. I hópi yngstu
nemandanna átti hann heima. Skilningur hans á þörfum lítils
bams — kröfur miðaðar við þrótt og þroska — þannig vildi hann
hafa það.
— Svo var það eitt napurt vetrarkvöld, að nokkrir Strandamenn
komu saman til skrafs og ráðagerða um það, hvort ekki inundi
unnt að ná saman því fólki, sem flutt hafði suður, en átti þó
ennþá það rík tengsl við fomar slóðir, að það fann sig ekki heima.
Var ekki hægt að finna einhver úrræði til að gefa þessu íólki
kost á að koma saman, rifja upp gömul kynni og gleðjast við
minningar liðinna ára.
Þannig varð Átthagafélag Strandamanna til, og það varð hlut-
skipti Sigvalda Kristjánssonar að vera einn af leiðandi mönnum
þess félagsskapar fyrstu árin. Og ég tel mig tala af nokkurri
reynzlu, J>egar ég segi það, að hann mun hafi átt einna stærstan
þátt í að afstýra ýmsum þeim bemskubrekum, sem svo oft henda
á fyrstu ámnum meðan festa er að skapast í starfið. Ymsum þótti
hann fastheldinn og ekki fús að taka ákvarðanir að óhugsuðu
máh, en jafnan reyndist það svo, þegar farið var að kryfja málin
22