Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 28
Teikninguna, sem með fylgir, hefur Matthías Þorsteinsson,
sonarsonur hans gert eftir lýsingu afa síns. — Þ. M.
Síðastliðið vor var ég á ferð um æskustöðvar mínar, meðal
annars kom ég að Broddanesi, því þar var ekki sízt vinum og
kunningjum að mæta, enda dvaldi ég þar mín uppvaxtarár,
allt til tvítugsaldurs.
Þar hefur mikil breyting á orðið frá því ég fyrst man eftir.
Nú er túnið allt rennslétt og aukinn töðuvöllur svo dagsláttum
skiptir. A bæjarhólnum gamla standa nú þrjú íbúðarhús úr
steinsteypu. Fjárhús og hlöður, allt úr sama efni og vandað að
frágangi. Þangað er því staðarlegt heim að líta og má segja að
saman fari fagurt umhverfi og miklar umbætur í byggingum
og ræktun.
Umbætur eru þarna miklar og sjálfsagt hentugri húsakynni,
steinhúsin þrjú, er nú rísa á bæjarhólnum upp af rústum þess
er áður var, en þó er eins og einhver tregablandin tilfinning
hreyfi sér hjá gömlum vegfaranda, að sjá með öllu horfinn
gamla bæinn, þar sem svo margar minningar eni viðtengdar
frá barns og unglingsárum, en nú er svo gjörsamlega búið að
slétta yfir allar rústirnar, að það eitt er eftir, sem lifir í minni
þeirrar kynslóðar, sem komin er á hrömunarskeið. Hér á eftir
vil ég leitast við að lýsa gamla bænum á Broddanesi, eins og
þar var umhorfs fyrst þegar ég man eftir.
— Stafnar bæjarþilja snem móti suðaustri. Fer því bezt á að
koma „utan grundir“ og líta heim að morgni dags. Þegar gler
glitrar í gluggum og björt þilin blasa við, átta í röð. Heimreið
að bænum var þó frá suðvestri og stefndi á hlaðið framan við
bæjarþilin.
Torfgarður var meðfram tröðinni beggja megin, þar til kom
nokkuð inn fyrir túngarð, tóku þá við tvær hlöður með fjósi á
milli, er héldu við á aðra hlið. Þegar þá húsaröð þraut, var sléttur
túnvarpinn fram undan bænum.
Nú skulu húsin talin upp í þeirri röð, sem komið er að þeim,
26