Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 36

Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 36
að nokkru með launverzlun við erlenda duggara, þá var þetta samt lítt bærilegt verzlunarlag. Menn af Innströndum urðu að sækja verzlun til Stykkis- hólms eða Búða á Snæfellsnesi, en af Norðurströndum til Isa- fjarðar. Geta má nærri hvílíkt neyðarbrauð það muni hafa verið vegna fjarlægðar, eins og samgöngum og samgöngutækjum þá var háttað. Loks verða þáttaskil í þessari kúgunarsögu um miðja 19. öld, er héraðsbúar fá því til vegar snúið við Hans A. Clausen stór- kaupmann í Stykkishólmi, að hann sendi skip til Borðeyrar í verzlunarerindum. Skip, er slíka atvinnu ráku voru af alþýðu kölluð „spekúlantaskip“, en þeir „spekúlantar“, er þau sendu. Nokkru síðar fóru „spekúlantar11 að sigla á Skeljavík í Stein- grímsfirði, og varð að því mikil bót fyrir allan miðhluta sýslunnar. Þegar „spekúlantaskipin11 rufu einangrun þá, sem áður hafði ríkt í þessum sveitum í verzlunarsökum, þóttu það slík tíðindi, að fólk ætlaði varla að trúa þeim fyrst í stað. Þá var þetta kveðið: „Margt á œvi manns til ber, mega þaS lýðir sanna. Steingríms inn á fjörðinn fer ferjan útlandanna.“ Um s.l. aldamót voru risnir á legg þrír fastir verzlunarstaðir í sýslunni, auk hins forna kaupstaðar í Kúvíkum. Þessir verzlunarstaðir voru: Borðeyri, Hólmavík og Norðurfjörður í Ámeshreppi. Á Norðurfirði hafði hinn ötuli athafnamaður Guð- mundur Pétursson, bóndi í Ófeigsfirði, gengizt fyrir stofnun kaupfélags, en kaupmenn hafa þar ekki starfað. Það, sem af er öldinni, hefur þessi þróun haldið áfram, og nýir verzlunarstaðir enn bætzt við, en einn hinna eldri hefur lagzt í eyði svo ger- samlega, að engin byggð er þar lengur og ekkert hús stendur uppi. Þessi yfirgefni kaupstaður er hin foma skreiðar- og lýsis- höfn einokunarkaupmanna, Kúvíkur í Reykjarfirði, sem smá- þorpið Djúpavík hefur nú leyst af hólmi. Hinir nýju verzlunarstaðir, er við hafa bætzt á seinni áram 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.