Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 37
eru: Óspakseyri í Bitru, Drangsnes við Steingrímsfjörð, Kald-
rananes í Bjarnarfirði syðra, Djúpavík og Gjögur við Reykjar-
fjörð. Eftir að verzlun R. P. Riis á Borðeyri og Hólmavík, sem
hafði fjölda viðskiptamanna, leið undir lok, er verzlunin að lang-
mestu leyti í höndum kaupfélaga. Á sumum stöðunum eru þó
kaupmenn, sem einkum verzla með vefnaðar- og smávöru.
III.
„HÖRÐUM HÖNDUM VINNUR HÖLDAKIND“.
Eins og að líkum lætur, hefur jafnan verið harðbýlt í nyrsta
hluta héraðsins, svo sem er á Hornströndum sjálfum. Fjöllin þar
nyrðra virðast við fyrstu sýn öldungis nakin og gróðurlaus, en
sé betur að hugað sést að svo er ekki með öllu, þó að gróðurinn sé
strjáll og láti lítið yfir sér.
Hins vegar er hann kjarngóður og gæddur því lífsmagni,
að skepnur verða þar með afbrigðum vænar, ef landið er ekki
ofhlaðið af ítölu búfjár.
Á fyrri öldum, þegar búpeningur var miklum mun færri en
nú, var mjög á orði haft hve sauðfé yrði vænt á Ströndum.
Því kvað Eggert í Skjaldmeyjarkvæði:
„A Ströndum eru fén svo feit,
að fæstir síður eta
þeir, sem eru úr annari sveit,
en innlendir það geta.“
Frá upphafi vega hefur landbúnaður, og þá einkum sauðfjár-
rækt, verið aðalatvinnuvegur héraðsbúa og sá, sem þeir höfðu
lífsframfæri sitt af. Að vísu var einnig róið til fiskjar, aðallega
á haustum, frá þeim bæjum er að sjó lágu og nálægum miðum,
en það var aldrei í svo miklum mæli, að eingöngu dygði til
lífsbjargar almennt. Þó má vera að einstaka maður hafi fram-
35