Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 39
Eins og engjaheyskap fram til fjalla hefur hér verið lauslega
lýst, heyrir hann nú sögunni til og þekkist víst hvergi lengur.
Allt fram á 3. tug aldarinnar var hann enn algengur í Stranda-
héraði, og þá legið úti í 6 til 7 og jafnvel 8 vikur, þegar mest
var. Nú eru ýmsar smærri jarðir sýslunnar í eyði, þar sem fyrr
var unnið að bjargálnabúi með engjaheyskap. Þar hefur ekkert
breytzt, ekkert gerzt og því eru þær auðar og afræktar. A
byggðu jörðunum er nú nálega allt fóður tekið af ræktuðu landi
og að heyskap unnið með vélum, af langtum færra fólki en fyrr,
þó að búin hafi jafnframt stækkað. Þessum breyttu búnaðar-
háttum á Ströndum sem um land allt, veldur járnöld hin nýja,
ásamt notkun erlends og innlends fóðurbætis og tilbúins áburðar,
sem allt var að mestu óþekkt á fyrstu tugum aldarinnar.
Jafnhhða hinni auknu ræktun og stækkun búanna hafa
víða verið byggð ný hús úr steini, yfir fólk og fénað. Sá, er nú
ekur Strandaveg norður eftir héraðinu, en það má nú kornast í
bíl langleiðina norður á Bala, mun hvergi sjá torfbæ á ailri
þeirri leið, og fá timburhús, heldur ný og nýleg hús úr steini,
í víðu vel ræktuðu túni.
IV.
„í MORGUNLJÓMANN ER LAGT AF STAÐ.“
Langt fram á þriðja tug aldarinnar voru akfærir vegir ekki
til í sýslunni, aðeins ruddar reiogötur. Ef það kom fyrir að hlaða
þurfti upp vegarspotta, yfir mýrarsund, þá þótti svo mikið til
þess koma, að það var kallað BRU. En fyrsta steinsteypta brúin
yfir á í sýslunni var brúin á Víðidalsá, sem tekin var í notkun
árið 1912. Að brúin á Víðidalsá kom svo snemma og löngu
áður en farið var að byggja akfæra vegi í héraðinu, mun að
nokkru stafa frá því slysi, að ungur maður drukknaði í ánni,
seint á hausti 1907, í náttmyrkri og vatnavöxtum, enda brúin
byggð, að einhverju leyti, fyrir samskotafé almennings í nærliggj-
andi sveitum.
37