Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 41
héraðinu var því eðlilegt, að Hólmavík yrði þeirra stærst. Þar
settust og að nokkuð snemma margir iðnaðarmenn og fólk, er
hætti búskap í sveit. Hólmavíkurþorp var því orðið allfjölmennt
áður en þaðan hófst útgerð, að nokkru ráði.
Með komu vélbátanna, smárra og stórra, eykst fólksfjöldi
þorpanna að miklum mun. Þá er hægt að sækja á fjarlægari
mið en fyrr, og menn minna háðir veðri í sjósókninni en áður.
Þegar hraðfrystihús voru byggð, á Hólmavík og Drangsnesi, óx
íbúafjöldinn ört um og eftir 1940. Á síðustu fiskileysisárum mun
íbúum heldur hafa fækkað á ný. Drangsnesþorp myndaðist mun
seinna en Hólmavík, eða varla að neinu marki fyrr en um 1930,
enda eru hafnarskilyrði þar slæm. Þar munu hafa verið um 200
manns, þegar flest var. Á Hólmavík er hafskipabryggja og hafn-
arskilyrði góð. Þar var raflýst frá olíuhreyfli, um 1920, en nú
nýtur þorpið rafmagns frá hinni tiltölulega nýju Þverárvirkjun,
við Þiðriksvallavatn. Þorpsbúar munu á s.l. tvemur áratugum oft-
ast hafa verið allt að 400 manns. í þorpinu búa allir helztu
embættismenn héraðsins, svo sem héraðslæknir, sýslumaður og
prófastur.
Onnur kauptún sýslunnar eru fámenn, þau eru: Borðeyri,
Djúpavík og Gjögur. Á Óspakseyri, Kaldrananesi og Norður-
firði eru aðeins verzlunarstaðir, en fjölbýli ekkert.
VI.
„BLINDUR ER BÓKLAUS MAÐUR“.
Frá því er hinir þjóðkunnu Kollafjarðarnesbræður, Ásgeir á
Þingeyrum og Torfi á Kleifum, stofnuðu „Lestrarfélag fyrir
Tröllatungu- og Fellskirkjusóknir‘‘ árið 1845, á greftrunardegi
föður síns, Einars Jónssonar dannebrogsmanns, á Kollafjarðar-
nesi, óx almennur mennta- og fræðaáhugi í héraðinu öllu.
Kom það meðal annars fram í því, að efnaðri bændur víða um
sýsluna eignuðust nokkurn bókakost, á þeirra tíma mælikvarða.
Þessar bækur voru einnig lánaðar á önnur heimili, og þá án
39