Strandapósturinn - 01.06.1967, Qupperneq 42
endurgjalds. Þannig var hinn litli bókakostur þessara ára lesinn
upp til agna. Þegar leið að aldamótum og fram yfir þau,
og bókaútgáfa óx í landinu, voru stofnuð lestrarfélög í hverri
sveit, og tvö í hinum fjölmennari og stærri hreppum.
Alltaf var þó sem almenn menningaráhrif fræðslu og bóka
væru einna ríkust í hinum fornu Tröllatungu- og Fellssóknum.
Kom það meðal annars í ljós, er dóttur- dóttursonur Einars
dannebrogsmanns, Sigurgeir Ásgeirsson stofnaði barna- og ung-
Iingaskóla á Heydalsá, árið 1897. Það var heimavistarskóli,
hinn fyrsti í sýslunni, og starfar enn í dag sem bamaskóli.
Sigurgeir var gagnfræðingur frá Möðmvöllum, áhugamaður um
lýðmenntun og vel að sér ger í öllu. Hann stýrði Heydalsárskóla
til ársins 1912, er aðrir tóku við. Unglingafræðsla mun hafa
lagzt niður í skólanum árið 1917, mest vegna vaxandi dýr-
tíðar af völdum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Heydalsárskólinn var
merk stofnun á sinni tíð, sem hafði víðtæk menntunar- og
menningaráhrif í héraðinu. Gamlir nemendur hans em margir
enn á lífi og minnast hans jafnan með þökk í huga.
Nokkru eftir að almenn skólaskylda var lögleidd, árið 1907,
tóku farskólar til starfa um alla sýsluna, og hélzt svo um mörg
ár. Um 1930 var reistur heimavistarskóli fyrir böm á Finn-
bogastöðum í Árneshreppi, að mestu fyrir atbeina Guðmundar
Þ. Guðmundssonar, kennara. Rúmum áratug síðar er reistur
myndarlegur barnaskóli, með sambyggðri kapellu, í Drangsnes-
þorpi. Um líkt leyti er og byggt nýtt skólahús á Hólmavík, en
um mörg undanfarin ár hafði skólinn þar verið í ófullkomnu
húsnæði, sem jafnframt var notað til skemmtana- og fundahalda.
Þegar skiptistöð landssímans var flutt að Brú í Hrútafirði, var
gömlu símahúsunum á Borðeyri breytt í skólahús fyrir Bæjar-
hrepp. Þrátt fyrir þessa föstu skóla, er enn á nokkrum stöðum
í sýslunni farskóli. Að lokum má geta þess, að Strandasýsla er
eigandi og aðili að héraðsskólanum á Reykjum í Hmtaiirði, á
móti Húnavatnssýslu.
Það verður varla með sanni sagt, að Strandamenn hafi verið
öðrum landsmönnum afskiptari um alþýðufræðslu, eða stofnun
barna- og unglingaskóla, heldur stundum í fararbroddi, eins og
40