Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 45

Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 45
inn í heim horfinna daga, og vona ég, að blessaður gamli maður- inn misvirði ekki við mig, þótt ég endursegi hér þætti úr frásögn hans. Reykjarfjörður gengur í vestur frá Húnaflóa. Umhverfi hans eru svimhá, rismikil fjöll. Hvergi sjást þar breiðar gróðurlendur, svo þeirra hluta vegna geti þar til góðsveita talizt. Grýttar fjörur og illa gróin klif eru með sjó fram og víða torfært nokkuð. Yzta útnes norðan fjarðarins kallast Gjögurshlein. Innan við hleinina stendur lítið þorp, Gjögur. Fyrr á tímum var þaðan mikil út- gerð hákarlaskipa, og var þangað víða til sótt. Þótti ungum mönn- um þeirrar tíðar vegur sinn mjög hafa vaxið, ef þeir gátu sagt frá því, að þeir hefðu stundað hákarlaveiðar frá Gjögri. Upp frá botni Reykjarfjarðar liggur lítill, skeifumyndaður dalur inn milli fjallanna. Undirlendi hans er vel gróið og norður- hlíðin vaxin lyngi og lágvöxnu kjarri. „Blánar þar af berjum hvert ár börnum og hröfnum að leik“, eins og í kvæðinu stendur, þó þar sé um annan stað kveðið. Skammt út með firðinum að sunnan er dálítil vík, og upp frá henni sléttar grundir og sund, en efra rísa háir hjallar og fell suður með Trékyllisheiði. Víkin er kölluð Kjósarvík, og stendur bærinn Kjós á hæð sunnan víkurinnar skammt frá sjónum. Fyrir 76 árum bjuggu hér foreldrar Gísla Guðmundssonar. Guðmundur Pálsson og Guðríður Jónsdóttir. Bærinn í Kjós var reistur að þeirra tíma hætti, úr efni, sem íslenzkar aðstæður veittu. Sterklegir viðir dregnir af fjörum, en torf og grjót tekið úr mýrardrögum og stuðlabergshömrum og þurfti hvergi langt til að sækja. Baðstofan var loftbaðstofa, fjögur stafgólf. Tveir gluggar voru á þekju, en einn á stafni þeim er til norðurs vissi. Búr var undir lofti og þar moldargólf. Engin var upphitun í bænum eða eldstó önnur en hlóð þau er við matseld voru notuð. Mundi sennilega mörg kjúkan köld, ef hún ætti að búa við þann kost í þeim húsum, sem nú eru reist frá grunni. Hér fæddist og ólst upp Gísli Guðmundsson. Minnist hann þess þó hvergi, að hafa liðið vegna bæjarkulda, enda voru þar 30 manns á heimili og hinn íslenzki efniviður góð vöm gegn frosti og hretviðrum, þar sem vel var til vandað. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.