Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 49
bergshömrum í efstu brúnum en skriður niður. Fram úr skriðunni
gengur klettahöfði nokkuð gróinn hið efra. Höfði þessi nefnist
Stóra-Kleif, en nesið fram Urðarnes.
Vorið 1900, í maí, kom bátur með óskorinn hval í slefi inn
til Norðurfjarðar. Var farið með hvalinn til skurðar yfir í Urðar-
nes. Hval þennan keyptu þeir Kristinn Magnússon bóndi í Stóru-
Avík, Guðmundur Magnússon bóndi á Finnbogastöðum og Guð-
mundur Pétursson bóndi í Ófeigsfirði. Allt voru þetta rausnar-
bændur og þótti mikið að þeim kveða. Hvalsagan barst nú fljótt
um sveitina og komu menn víða að til hvalkaupa. Guðmundur
Pálsson í Kjós fór þá ríðandi norður í þeim erindagjörðum, en
sendi syni sína, Ágúst, Gísla og Sörla, ásamt Friðrik Söbeck í
Reykjarfirði, á sexæring sjóveg norður. Þegar út á Gjögur kom er
byrjað að vinda af norðri, þó ekki hvasst, en auðséð að vaxandi
veður er í aðsigi. Engin úrkoma var, en skýjað loft. Þeir félagar
vildu þó ekki setja upp á Gjögri, en freista þess hvort takast mætti
að komast fyrir Reykjaneshyrnu og inn á Norðurfjörð eins og
upphaflega var til ætlazt. Þeir settu nú upp segl og sigldu eins og
tók fyrir Gjögurshlein. Þetta var síðla dags sennilega nálægt mið-
aftni. Þegar út fyrir Hlein kom varð vindur mótstæður, urðu þeir
þá að fella seghn og grípa til ára. Veður hafði heldur farið versn-
andi, en ennþá var sjóþungi ekki mikill. Þó sóttist þeim mjög
seint róðurinn, því skipið var erfitt svo fáum mönnum. Taka þeir
þá það ráð að setja upp segl og reyna að slaga áfram, ef takast
mætti með því móti að ná fyrir Hyrnuna. Gekk nú ögn skár,en
þó hvergi nærri vel, þvi jafnt og vindurinn, lá straumur á móti.
Nú gerir bleytukafaldshríð, svo útlitið fer að verða ískyggilegt.
Á meðan þessu fer fram hjá þeim félögum, leggur skip, sem
komið hafði með vöru til Pöntunarfélagsins á Norðurfirði út það-
an, en þegar austur í flóann kom og veður versnaði, sneri skipið
aftur til sama lands.
Þeir félagar á sexæringnum voru nú orðnir allilla til reika,
holdvotir og hraktir, því engar sjóhlífar höfðu þeir haft með sér
í ferðalagið. Ekki vildu þeir þó snúa aftur, þar sem þeir töldu ekki
bráða hættu framundan. Var því haldið áfram alla nóttina og
47