Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 49

Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 49
bergshömrum í efstu brúnum en skriður niður. Fram úr skriðunni gengur klettahöfði nokkuð gróinn hið efra. Höfði þessi nefnist Stóra-Kleif, en nesið fram Urðarnes. Vorið 1900, í maí, kom bátur með óskorinn hval í slefi inn til Norðurfjarðar. Var farið með hvalinn til skurðar yfir í Urðar- nes. Hval þennan keyptu þeir Kristinn Magnússon bóndi í Stóru- Avík, Guðmundur Magnússon bóndi á Finnbogastöðum og Guð- mundur Pétursson bóndi í Ófeigsfirði. Allt voru þetta rausnar- bændur og þótti mikið að þeim kveða. Hvalsagan barst nú fljótt um sveitina og komu menn víða að til hvalkaupa. Guðmundur Pálsson í Kjós fór þá ríðandi norður í þeim erindagjörðum, en sendi syni sína, Ágúst, Gísla og Sörla, ásamt Friðrik Söbeck í Reykjarfirði, á sexæring sjóveg norður. Þegar út á Gjögur kom er byrjað að vinda af norðri, þó ekki hvasst, en auðséð að vaxandi veður er í aðsigi. Engin úrkoma var, en skýjað loft. Þeir félagar vildu þó ekki setja upp á Gjögri, en freista þess hvort takast mætti að komast fyrir Reykjaneshyrnu og inn á Norðurfjörð eins og upphaflega var til ætlazt. Þeir settu nú upp segl og sigldu eins og tók fyrir Gjögurshlein. Þetta var síðla dags sennilega nálægt mið- aftni. Þegar út fyrir Hlein kom varð vindur mótstæður, urðu þeir þá að fella seghn og grípa til ára. Veður hafði heldur farið versn- andi, en ennþá var sjóþungi ekki mikill. Þó sóttist þeim mjög seint róðurinn, því skipið var erfitt svo fáum mönnum. Taka þeir þá það ráð að setja upp segl og reyna að slaga áfram, ef takast mætti með því móti að ná fyrir Hyrnuna. Gekk nú ögn skár,en þó hvergi nærri vel, þvi jafnt og vindurinn, lá straumur á móti. Nú gerir bleytukafaldshríð, svo útlitið fer að verða ískyggilegt. Á meðan þessu fer fram hjá þeim félögum, leggur skip, sem komið hafði með vöru til Pöntunarfélagsins á Norðurfirði út það- an, en þegar austur í flóann kom og veður versnaði, sneri skipið aftur til sama lands. Þeir félagar á sexæringnum voru nú orðnir allilla til reika, holdvotir og hraktir, því engar sjóhlífar höfðu þeir haft með sér í ferðalagið. Ekki vildu þeir þó snúa aftur, þar sem þeir töldu ekki bráða hættu framundan. Var því haldið áfram alla nóttina og 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.