Strandapósturinn - 01.06.1967, Qupperneq 64
gott til fanga. Þarna voru þá verbúðir og sézt ennþá fyrir rúst-
um þeirra. Nú hefur sjór grynnkað svo við Skreflu að þar er
ekki lengur lendandi.
Enda þótt mörgu væri að sinna heima í Kaldbak bæði til
sjós og lands, þá varð þó ekki hjá því komizt að leita víðar til
fanga, ef sjá átti heimilinu farborða. Vorfiskur kom oft ekki
á grunnmið fyrr en í 9. og 10. viku sumars. Urðu þau þá helzt
úrræðin að fara til sjóróðra vestur að Isafjarðardjúpi, og þegar
Sigurður var 16 ára fór hann sína fyrstu ferð í „verið“ eins og
það var kallað. Hann var þá ráðinn á færaskútu, sem María
hét og haldið var út frá Isafirði. Eigandi hennar var Ámi
Sveinsson. Næsta vor réðist hann einnig til vesturferðar og þá
einnig á skútu, en á leiðinni vestur hreppti hann vont veður og
dagaði uppi á Snæfjallaströndinni. Þegar hann svo komst vestur
yfir, var skipið haldið út til veiða. Verður það þá að ráði, að
hann gerist háseti á árabát, sem Guðmundur Oddsson frá
Hafrafelli átti og haldið var út frá Seljadal. Afli var góður þetta
vor, og varð hásetahlutur 270 krónur yfir vertíðina, sem þótti
gott í þá daga.
Vorið 1910 réðist Sigurður enn til vesturfarar. — Bátur sá,
sem hann var háseti á, var gerður út frá Bolungarvík, en var
haldið út eða öllu fremur hafði uppsátur í Seljadal. Þetta
var fimm manna far og venjulega hafðir 35 stokkar (100 önglar
í stokk) í róðri. Frá Seljadal gengu 7 bátar þetta vor.
Þama voru aðeins verbúðir fyrir sjófólk, önnur byggð var þar
engin. Veðrátta var mjög ill þetta vor, oft hríðarveður og því
mjög ógæftasamt. Langt var á fiskilóð, eða um hálfs annars tíma
róður í logni, út á svokallaðar Hymur.
Einhverju sinni í landlegu hafði Sigurður ásamt öðrum manni,
sem Guðmundur hét, ákveðið að fara inn í Hnífsdal. Þeir lögðu
upp um hádegisbilið, eftir að hafa matast. Inn Óshlíðina em
fjárgötur, og gekk ferðin vel til að byrja með, en þegar komið er
langleiðina inn í Hnífsdal, hleypur snjóflóð úr fjallinu. Maðurinn,
sem með Sigurði var, er spölkorn á undan og lendir í snjóflóðinu,
en Sigurður, sem sá hvað verða vildi, kastaði frá sér byrði sinni
og hljóp til baka, og varð því aðeins fyrir snjórykinu.
62