Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 65
Þeir félagar halda nú áfram inn í Hnífsdal, afljúka sínum er-
indum og fara svo til baka út í Seljadal seinna um kvöldið.
Sigurði segist svo frá, að þau ár sem hann réri frá Seljadal hafi
þar engum fatast Iending, enda þótt oft væri þar illt í sjó. Tals-
verð skriðuhætta er þar á vorin, og eitt sinn henti það, að steinn
féll úr fjalhnu og niður í gegnum þakið á verbúð þeirri er skips-
höfn sú, er Sigurður tilheyrði, hafði aðsetur sitt í. I þetta skipti var
búðin mannlaus. Þegar hún var byggð upp aftur var steinninn
hafður undir beitingarborðið.
Gamall maður, Jón á Naustum, hafði látið svo um mælt, að
þama hentu aldrei slys, því að áin og umhverfið vom vígð.
Þetta vor, sem snjóflóðið féll milli Hnífsdals og Seljadals, vom
aflabrögð góð þegar á leið. Beitan, sem notuð var, var grásleppa.
Hverju fimm manna fari fylgdu 600 faðmar af netum til beitu-
öflunar. Maður, sem Gísli hét, fann upp á því að gera gat á kamb-
inn á grásleppunum og geyma þær þannig á stöng 1 sjónum. Fékk
hann af þessu viðurnefni, og var kallaður Gísli gat í kamb. Margir
tóku þetta upp eftir Gísla.
Að lokinni þessari vertíð fór Sigurður heim aftur, og þá var
tekið til við voryrkju og önnur þau heimilisstörf, sem til féllu, bæði
á sjó og á landi.
Eins og fyrr er sagt stendur bergrisi mikill, Kaldbakshorn,
suð-vestan Kaldbaksvíkur. Er þetta geysistór þvínær þverhníptur
stuðlabergshamar fremst í fjallinu vestan Kaldbaksdals, em skrið-
ur frá hömmnum allt niður til sjávar. Dálítill klettur eða nef
kemur fram úr skriðunni, er kallast Blitranef. Var þar um ein-
stigi og þverhnípt fyrir framan. Áður fyrr var mjög hættulegt
yfirferðar í harðfenni að vetri til og þurfti færa menn til leið-
sagnar. Leiðin yfir skriðurnar undir Horninu er kölluð Kaldbaks-
kleif. Venjulega voru höggvin spor í hjamið.
Einhverju sinni vom þar á ferð tveir bændur, Guðm. Jónsson
í Byrgisvík og Jón Pálsson þá bóndi í Kaldbak. Guðmundur
teymdi með sér klyfjahest. Engin spor höfðu verið höggvin í
í Kleifina og leizt Jóni óráðlegt að tefla þar á tvær hættur. Það
verður þó að ráði að haldið sé áfram. Þegar kemur í skriðuna
rétt innan við Blitranefið, missir hrossið fótana og rennur alla leið
63