Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 69
Koma hans setti svip sinn á heimilin — hans glaða leiklund —
þótt ekki væru nema ein til tvær kvöldstundir.
Sigurður gekk oft undir nafninu Siggi hundalæknir. Það lét
hann sig litlu skipta. Honum var aðalatriðið að starfið bæri til-
ætlaðan árangur, enda hinir hættulegu sjúkdómar, höfuðsótt í
sauðfé og sullaveiki í mönnum, horfnir á tiltölulega fáum árum.
A ferðum sínum hafði hann ærið fyrirferðamikla byrði, föt sín,
þar sem langdvöl að heiman var að jafnaði. Þá hafði hann oft
með sér smíðatól — „áhöldin“ — því oft dvaldi hann á heimilum
um tíma, við að „ditta að“ og smíða búsáhöld, bala, skjólur og
kirnur, því margs þurftu búin við í viðhaldi og nýsmíði heimilis-
gagna.
Þegar Sigurður svo bætti við sig pinklum og pjásum, vina og
kunningja, var byrði hans oft býsna þung.
Raddmaður var Sigurður ágætur, en um nám í þeirri mennt
var ekki að ræða.
Hann skapaði sjálfur sínar stemmur og kvæðalög og skemmti
hlustendum. Við, sem höfðum notið margra ánægjustunda með
honum, álítum það verðskuldaðan heiður Sigurði til handa, er
tónskáldið Jón Leifs náði á segulband rímnastemmu hans.
Sigurður var á ferð frá Hólmavík heim í sveitina sína, Tungu-
sveit, labbandi að vanda með byrði í bak og fyrir. Hann kom að
Hrófá og hitti Þorgeir bónda þar, er býður honum inn. Sigurður
kveðst vera eitthvað lasinn og linjulegur, ef hann mætti leggjast
upp í rúm, sem þegar var veitt og honum hjálpað úr ytri klæð-
um, engra þrauta kvaðst hann kenna, en eftir fáar mínútur var
hann fallinn í hinztu værð. —
Hin sérstæðu persónueinkenni Sigurðar voru svo skýr og sterk,
að hann setti svip á samtíðina innan síns byggðarlags. — Því
fannst okkur, sem af honum höfðum nokkur kynni, sem einn af
sérstæðustu dröngum á Ströndum hefði fallið í hafið.
67