Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 73
— Sofa urtubörn á útskerjum. — (Teikning Jón Þorsteinsson).
Um langan aldur hefur verið stunduð vorkópaveiði frá Kald-
rananesi í Þorkelsskerjum. Er þaðan um vika sjávar fram í
skerin. Það hefur verið allfast sótt að selnum úr ýmsum áttum.
Hrökklast hann því frá lögnum og látrum er næst liggja,
ósum veiðivatna og alfaraleiðum. Er hann talinn „vargur í
véum“ og á fáa formælendur.
Frá því laust eftir síðustu aldamót, að ég fór að hafa kynni
af þessu hefur veiði hrakað svo, að ekki er nema ýý við það
sem þá var. Svo mun viða vera um innanverðan Húnaflóa, þar
sem selveiði var stunduð, sums staðar er hún með öllu horfin.
Það verður því eitt af því, sem hverfur með þeirri kynslóð, sem
nú er hnigin að aldri. Ætla ég því að segja hér frá, hvernig
hagað var til um þennan veiðiskap um það leyti, sem ég kom að
Kaldrananesi 1910 (1906—1910 á Bjarnanesi) og fram eftir
búskaparárum mínum.
Hér var aðeins um landsel eða látursel að ræða. Láturselurinn
kæpir 3—4 vikur af sumri, eða um sama leyti og ær bera á
Ströndum. Láturselskópurinn er mjög bráðþroska og fer í sjóinn
sólarhringsgamall eða svo. Venjulega var byrjað að leggja um
áttundu sumarhelgi eða átta vikur af sumri, eftir því sem veður
gafst. Voru þá kóparnir orðnir 3—4 vikna gamlir. Venjulega
fóru 4 menn á fimmmannafari. Farið var með 7—8 netatross-
ur, hver frá 40—80 faðma eftir því sem til hagaði með lögn.
Selanetin —- eða næturnar, sem hinir eldri menn nefndu þau
fremur, eru riðin úr allsterku gami, líkt því sem haft er í
71