Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 77
verður slysagjarnt. Jafnframt er hann hygginn og lærir furðu
fljótt að átta sig á óförum. Mjög sjaldan kemur það fyrir, að eldri
selir komi í net. Er það helzt, ef urta verður of nærgöngul við
að forða barni sínu frá háskanum. Margoft synda þær fyrir
kópana og berja þá frá netunum. Oft eiga þær í miklu stríði
við óvitana. Þegar líður á vor eru kópamir orðnir slyngir að
forðast netin. Er þá eins og þeir hafi gaman af að tefla á fremstu
nes. Leika þeir ýmsar listir á sundinu. Stundum Hggja þeir mar-
flatir rétt við yfirborð, spretta svo kannske upp allt í einu og
stinga sér djúpkaf, koma svo beint upp spöl frá, teygja sig þá
upp úr sjónum, svo það sér aftur fyrir framhreifa. Meðan hinir
eldri selir héldu sig við skerin, höfðu þeir ekki í frammi
þessi bamalæti. Kæmi fyrir að út af bæri því hversdagslega,
var oftast alvara með í leiknum. Sýndist þá ekkert til sparað.
Var beitt bæði kjafti og klóm. Enda hef ég aldrei séð dauðan
fullorðinn sel, sem ekki hefur verið allur örum og kaunum settur.
Ég hefi yfir 30 ár farið til selveiða í Þorkelssker á hverju
vori, er það nú þessi seinustu ár orðið með öðmm hætti en hér
hefur verið lýst. Nú er farið fram í Sker, lögð netin og haldið
sem hraðast til lands aftur. Svo má heita, að allur selur hverfi
nú orðið, þegar hann verður manna var. Kemur heldur að aftur,
eftir að farið er frá. Er svo vitjað um netin eftir því sem þurfa
þykir. En mjög verður að ráðast, hvernig um þau fer, gangi til
hvassrar norðaustanáttar um langan tíma..
Breytilegt var um að Htast í skerjunum meðan sá siður hélzt
að liggja frammi. Stundum gekk í hvassviðri með úrkomu, í sjó
gekk, svo að setja varð bátinn upp á skerin. Þykkur þokukúfurinn
mokaðist upp og byrgði aUa fjallasýn, nema þau er næst voru
og þá aðeins hið neðra. En oft var öðru vísi um að litast.
Ogleymanlegastar vom lágnættisstundirnar um vorsólstöður.
Sólin kom fram undan norðurfjöllunum, aðeins nýstigin upp af
haffletinum, sló hún roðaglóð inn yfir lognsléttan flóann. Ekkert
rauf lágnættiskyrrðina, nema einstaka selur, sem með mestu
varfærni teygði koUinn upp úr sjónum, seig hann með hægð
niður aftur og skildi eftir gullhúfuna, sem hann hafði orðið að
setja upp, þegar hann horfði móti sólu. Efeim var lágt til
75