Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 80
GUÐM. R. GUÐMUNDSSON
BÓNDIíBÆ:
Vonin um veiðina
og vorið
Frá árinu 1880 og fram til ársins 1910 var mikið harð-
indatímabil. Varð þá oft skepnufellir og bjargarskortur, þegar
hafís lá við land langt fram á sumar og enga björg að fá úr sjó
að vorinu.
Oftast voru hrognkelsin aðalbjargræðið, þegar vetrarforðinn
var til þurrðar genginn, ef mögulegt var að leggja net í sjó,
en í því efni voru einnig allar bjargir bannaðar, þegar hvergi
sá í auða vök, og hafís var samfrosta svo langt sem sást. Eina
úrræðið var þá að leita til kaupmannanna og fá þar eitthvert
lítilræði til lífsbjargar, en stundum var þangað ekki mikið að
sækja, sízt fyrir þá fátæku, en þeir voru því miður alltof
margir, en hver reyndi að bjarga sér sem bezt hann gat og
gefast ekki upp þótt „syrti í álinn“.
Fyrir kom að ísnum fylgdu „höpp“ sem kallað var, og það
var þegar hvali rak á land eða festust á grynningum. Má til
dæmis nefna hvalinn, sem festist á flúru fram undan Gauts-
hamri á Steingrímsfirði, eitt ísaárið rétt fyrir aldamótin síðustu.
Að þessu var mikil björg, því þetta var stór reyðarhvalur og af
honum fengu margir góðan bita, sem víða kom í góðar þarfir á
þeim tíma.
Það mun hafa verið árið 1902, að þrjú bjarndýr voru drepin
sama daginn, og fer sagan af þeim atburði hér á eftir.
Um miðjan marz rak inn mikinn hafís og fyllti allan Húna-
flóa, svo hvergi sá í auða vök. Aður hafði staðið stórhríð í 3-4
sólarhringa og þegar upp birti voru hafþök svo langt sem
auga eygði. Menn voru mjög illa búnir undir harðindi, þar sem
78