Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 86

Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 86
Þegar leið á, hvarf síldin, en smokkfiskur kom í staðinn, kom þá geysilegt aflahlaup. Þetta haust bar fyrst saman fundum okkar Einars Sigvalda- sonar frá Sandnesi, síðar urðu okkar kynni töluverð. Þetta bar til með þeim hætti, að við höfðum lagt línu á sömu slóðum, varð úr þessu samþættingur og nokkur lóðaflækja. Rösklega var gengið að línudrættinum og vildi hvorugur láta sinn hlut, því i svona ati hefur sá happ sem hlýtur. Mér kom Einar allmikilfenglega fyrir sjónir, þar sem hann stóð við stýrið á báti sínum. Hann var hár maður, þrekvaxinn og mikill um herðar, stórskorinn í andliti, nefið hátt og mikið, brún- irnar skarpar, augun fremur smá og lágu innarlega. Andlitið var veðurbarið eins og títt er á þeim, sem sjó sækja í misjöfnum veðrum, ekki sízt á opnum skipum eins og þá var algengast. Ekki var Einar neitt mjúkmáll, kvaðst vilja hafa sinn fisk og sína króka. Ég stóð við dráttinn á okkar bát og sagðist mundi hafa þann fisk og þá króka, sem ég til næði, sama gæti hann gert. Úr þessu urðu þó engin vandræði milli okkar, ég skar á línu hans, hnýtti hana saman aftur og sleppti henni svo niður, vorum við þar með skildir að skiptum í það sinn. Þetta haust var tíð mjög góð, og mátti heita að lögð væri nótt með degi. Dag nokkum snemma, þá er við höfðum lokið beitingu °g bjuggumst í sjóferð, rennir árabátur upp í voginn. Á bátnum voru fimm menn. Fyrirliði þeirra var meðalmaður á hæð, vel farinn í andliti, ljóslitaður með yfirskegg, nefndi hann sig Ara. Menn þessir voru komnir alla leið austan yfir Húnaflóa, frá Skagaströnd eða Kálfshamarsvík. Höfðu þeir frétt um smokk- fisksgengd þá, sem var á Steingrímsfirði og vom komnir til þess að afla sér beitu. Við fylgdum mönnunum heim til búðar, fengum þá til að hvíl- ast meðan við fæmm í róðurinn og kváðumst geta bætt úr beitu- þörf þeirra að nokkm, þegar við kæmum aftur að landi laust. eftir miðjan dag, varð þetta að ráði. Róður okkar gekk að óskum. Húnvetnski báturinn hélt til síns heima að áhðnum degi, hafði hann haft erindi sem erfiði, því við gátum miðlað honum tölu- verðum smokkfiski. Veðurblíðan var sú sama, og munu þeir far- 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.