Strandapósturinn - 01.06.1967, Qupperneq 86
Þegar leið á, hvarf síldin, en smokkfiskur kom í staðinn, kom
þá geysilegt aflahlaup.
Þetta haust bar fyrst saman fundum okkar Einars Sigvalda-
sonar frá Sandnesi, síðar urðu okkar kynni töluverð. Þetta bar til
með þeim hætti, að við höfðum lagt línu á sömu slóðum, varð úr
þessu samþættingur og nokkur lóðaflækja. Rösklega var gengið
að línudrættinum og vildi hvorugur láta sinn hlut, því i svona
ati hefur sá happ sem hlýtur.
Mér kom Einar allmikilfenglega fyrir sjónir, þar sem hann
stóð við stýrið á báti sínum. Hann var hár maður, þrekvaxinn og
mikill um herðar, stórskorinn í andliti, nefið hátt og mikið, brún-
irnar skarpar, augun fremur smá og lágu innarlega. Andlitið var
veðurbarið eins og títt er á þeim, sem sjó sækja í misjöfnum
veðrum, ekki sízt á opnum skipum eins og þá var algengast.
Ekki var Einar neitt mjúkmáll, kvaðst vilja hafa sinn fisk og
sína króka. Ég stóð við dráttinn á okkar bát og sagðist mundi
hafa þann fisk og þá króka, sem ég til næði, sama gæti hann
gert. Úr þessu urðu þó engin vandræði milli okkar, ég skar á línu
hans, hnýtti hana saman aftur og sleppti henni svo niður, vorum
við þar með skildir að skiptum í það sinn.
Þetta haust var tíð mjög góð, og mátti heita að lögð væri nótt
með degi. Dag nokkum snemma, þá er við höfðum lokið beitingu
°g bjuggumst í sjóferð, rennir árabátur upp í voginn. Á bátnum
voru fimm menn. Fyrirliði þeirra var meðalmaður á hæð, vel
farinn í andliti, ljóslitaður með yfirskegg, nefndi hann sig Ara.
Menn þessir voru komnir alla leið austan yfir Húnaflóa, frá
Skagaströnd eða Kálfshamarsvík. Höfðu þeir frétt um smokk-
fisksgengd þá, sem var á Steingrímsfirði og vom komnir til þess
að afla sér beitu.
Við fylgdum mönnunum heim til búðar, fengum þá til að hvíl-
ast meðan við fæmm í róðurinn og kváðumst geta bætt úr beitu-
þörf þeirra að nokkm, þegar við kæmum aftur að landi laust.
eftir miðjan dag, varð þetta að ráði. Róður okkar gekk að óskum.
Húnvetnski báturinn hélt til síns heima að áhðnum degi, hafði
hann haft erindi sem erfiði, því við gátum miðlað honum tölu-
verðum smokkfiski. Veðurblíðan var sú sama, og munu þeir far-
84