Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1967, Side 100

Strandapósturinn - 01.06.1967, Side 100
og svo látið þar fyrirberast um lengri eða skemmri tíma, eftir því sem aðstæður hafa gefið tilefni til, en ekki er líklegt að þama hafi að staðaldri verið byggð, enda ekki um þær getið í jarðatali nema sem sel eða hjáleigur. A báðum þessum stöðum em lendingarstaðir sæmilegir og er um það getið í gömlum heimildum að þar hafi Skúli Magnússon landfógeti látið safna rekatimbri til skipabygginga. Þessi rekahlunnindi, sem að vísu em mismikil, og misjafnlega auðveld til hagnýtingar, eftir stærð og legu jarðanna, hafa verið mjög þýðingarmikil fyrir efnalega afkomu Strandamanna. Auk þess sem þeir fengu hér efni til húsagerðar, skipabygginga, girðinga og eldsneytis, notuðu þeir timbrið til margskonar smíða s.s. í kör, sái, aska, spæni, sleifar, skálar og skrínur allskonar, með öðmm orðum í nauðsynleg búsáhöld. Vom margir þessir hlutir svo haglega gerðir að snilld var á að líta. Vom þeir prýddir með allskonar rósasveigum og rúnaristum, og em ennþá í fómm eldra fólks gamlir munir sem bera þess vitni. Á löngum vetrarvökum þegar hríðin þaut í þekjunni og brimið braut við ströndina þá sátu hagleiksmenn og léku list með vasahnífnum sínum. í seti skammt frá sat gjarnan ung heimasæta, með brennandi augu undir björtum haddi, og gneistarnir sem hmkku úr augunum kveiktu þann funa hið innra með listamanninum, sem skóp list hans meiri hugkvæmni og víðara svið, og við flökktandi bjarma kolunnar sem stungið var í stoð milli setanna, fann hann hugrenningum sínum orð, felldi þau í stuðla og risti rúnum á smíðagripinn sem hann var með. Ef til vill varð svo þessi gripur seinna tryggða- pantur, sem gefinn var unnustu eða ástmey, og túlka átti hug gefandans. Og þessi einfaldi en haglega gerði hlutur, unninn úr trjábút sem skolar af hafi á afskekktu útnesi, var með sama hug gefinn og þeginn og gull og silfurmen þau sem hin ásthrifnu ungmenni dagsins í dag gefa hvort öðm, og goldin era háu verði vandfengnum gjaldeyri framandi þjóða. Jafnvel var kann- ske hinn forni minjagripur mun dýrmætari vegna þess, að hugur og hönd gefandans sjálfs hafði skapað listaverkið, og sá sem við tók gat lesið úr rúnum þeim er þar vom ristar, hug þess er gaf. Þannig hafa þessar hvítu sjóhrökktu viðarhrannir sem 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.