Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 9
Frá ritnefnd
Strandapósturinn flytur öllum lesendum sínum kveSjur og þakk-
ir fyrir ti’yggó þeirra og traust. Efnisframlög einstakra lesenda og
stuðningsmanna hafa verið ritinu ómetanleg.
Ennþá er stór akur óplægður í söfnun og skráningu fróðleiks
og sagna. Strandapósturinn biður íesendur að huga að því á árinu
1973 hvort ekki sé eitthvað á háaloftinu, eða í hugskotinu, sem vert
væri að halda til haga. Gömul ferðasaga á sjó eða landi, atvik úr
liðnu hversdagslífi, endurminning um fólk eða fyrirbæri, þjóð-
sögukom, ömefnasagnir, Ijóð eða staka.
Lýsingar á sviði gamalla atvinnuhátta, vinnuaðferða, notkun
og gerð verkfasra o. s. frv. væra einkar vel þegnar, svo og frá-
sagnir af heimilisvenjum, utan húss og innan, hversdagslega og
á hátíða- og tyllidögum.
Ritnefndarmenn era fúsir til viðræðna og bréfaskipta um hug-
myndir að lesefni og vilja gjaman gera það, sem í þeirra valdi
stendur til aðstoðar.